Innlent

Minniháttar tjón í nýbyggingu í Hafnarfirði

Kjartan Kjartansson skrifar
Slökkviliðsmenn á vettvangi sögðu að skúrinn hafi sloppið betur en á horfðist þegar þeir komu fyrst á staðinn.
Slökkviliðsmenn á vettvangi sögðu að skúrinn hafi sloppið betur en á horfðist þegar þeir komu fyrst á staðinn. Vísir/Stefán

Töluverður reykur hlaust þegar eldur kviknaði í bílskúr sem verið er að reisa við Álfaskeið í Hafnarfirði nú eftir hádegi. Eldurinn kviknaði þegar verið var að sjóða þakpappa.

Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafði húsráðanda tekist að slökkva eldinn að mestu þegar slökkviliðsmenn bar að garði. Engan sakaði. Tilkynning um eldinn barst kl. 13:42.

Bílskúrnum er lýst sem rétt rúmlega fokheldum og tjónið talið minniháttar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira