Innlent

Minniháttar tjón í nýbyggingu í Hafnarfirði

Kjartan Kjartansson skrifar
Slökkviliðsmenn á vettvangi sögðu að skúrinn hafi sloppið betur en á horfðist þegar þeir komu fyrst á staðinn.
Slökkviliðsmenn á vettvangi sögðu að skúrinn hafi sloppið betur en á horfðist þegar þeir komu fyrst á staðinn. Vísir/Stefán

Töluverður reykur hlaust þegar eldur kviknaði í bílskúr sem verið er að reisa við Álfaskeið í Hafnarfirði nú eftir hádegi. Eldurinn kviknaði þegar verið var að sjóða þakpappa.

Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafði húsráðanda tekist að slökkva eldinn að mestu þegar slökkviliðsmenn bar að garði. Engan sakaði. Tilkynning um eldinn barst kl. 13:42.

Bílskúrnum er lýst sem rétt rúmlega fokheldum og tjónið talið minniháttar.
Fleiri fréttir

Sjá meira