Innlent

Segja líklegt að líkið sem fannst við Gullfoss sé af Nika Begades

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Nika Begades féll í Gullfoss 19. júlí síðastliðinn. Hann var hælisleitandi hér á landi frá Georgíu.
Nika Begades féll í Gullfoss 19. júlí síðastliðinn. Hann var hælisleitandi hér á landi frá Georgíu. vísir
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra er að vinna í því að bera kennsl á lík karlmanns sem fannst á austurbakka Hvítár, neðan Brúarhlaða, nú um helgina. Leitarflug sem fór í sérstaka leitarferð yfir svæðið fann líkið.

Oddur Árnason, yfirlögreglumaður á Selfossi, segir líklegt að um sé að ræða lík Georgíumannsins Nika Begades sem féll í Hvítá við Gullfoss þann 19. júlí síðastliðinn. Hann nefnir að erfitt sé hins vegar að segja afdráttarlaust að maðurinn sé Nika þar sem erfitt geti verið að bera strax kennsl á fólk sem hefur legið í vatni lengi.

Hann segir töluverða vegalengd vera á milli þess staðs sem líkið fannst og staðarins sem talið er að Nika hafi fallið í ánna.

Von er á bráðabirgðaniðurstöðu krufningar fljótlega en endanleg niðurstaða gæti dregist í nokkrar vikur.


Tengdar fréttir

Líkfundur í Hvítá

Sterkar líkur eru á því að líkið sé af Nika Begadze sem féll í Hvítá við Gullfoss fyrr í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×