Viðskipti innlent

Stærsti eigandi HB Granda hagnast um 2,5 milljarða

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Vogun er í eigu Hvals en Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri félagsins.
Vogun er í eigu Hvals en Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri félagsins. vísir/anton brink

Félagið Vogun, sem er stærsti eigandi HB Granda og Hampiðjunnar, hagnaðist um 2,48 milljarða króna í fyrra. Dróst hagnaðurinn saman um 11,6 milljónir króna á milli ára. Félagið er í eigu Hvals og er Kristján Loftsson skráður framkvæmdastjóri og stjórnarformaður þess.

Vogun á 33,51 prósents hlut í HB Granda, en markaðsvirði hlutarins er 19,7 milljarðar króna. Þá á félagið 37,61 prósents hlut í Hampiðjunni að virði 7,4 milljarða króna. Auk þess á Vogun félagið Væntingu sem er stærsti hluthafi Nýherja. Á Vænting 14,8 prósenta hlut í Nýherja sem er metinn á 2,2 milljarða.

Eignir Vogunar námu 22,5 milljörðum króna í lok síðasta árs og var eiginfjárhlutfallið 99 prósent. Félagið skuldaði þá 267,5 milljónir króna. Stjórn Vogunar lagði til á aðalfundi félagsins í júní að ekki yrði greiddur arður til hluthafa nú í ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,25
2
48.600
SKEL
0,66
3
89.276
GRND
0,62
1
16.100
SYN
0,2
3
127.020
MARL
0,13
7
28.952

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,39
10
48.327
VIS
-1,15
3
34.510
TM
-0,52
3
34.622
FESTI
-0,2
1
9.980
EIK
-0,13
1
7
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.