Viðskipti innlent

Stærsti eigandi HB Granda hagnast um 2,5 milljarða

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Vogun er í eigu Hvals en Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri félagsins.
Vogun er í eigu Hvals en Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri félagsins. vísir/anton brink
Félagið Vogun, sem er stærsti eigandi HB Granda og Hampiðjunnar, hagnaðist um 2,48 milljarða króna í fyrra. Dróst hagnaðurinn saman um 11,6 milljónir króna á milli ára. Félagið er í eigu Hvals og er Kristján Loftsson skráður framkvæmdastjóri og stjórnarformaður þess.

Vogun á 33,51 prósents hlut í HB Granda, en markaðsvirði hlutarins er 19,7 milljarðar króna. Þá á félagið 37,61 prósents hlut í Hampiðjunni að virði 7,4 milljarða króna. Auk þess á Vogun félagið Væntingu sem er stærsti hluthafi Nýherja. Á Vænting 14,8 prósenta hlut í Nýherja sem er metinn á 2,2 milljarða.

Eignir Vogunar námu 22,5 milljörðum króna í lok síðasta árs og var eiginfjárhlutfallið 99 prósent. Félagið skuldaði þá 267,5 milljónir króna. Stjórn Vogunar lagði til á aðalfundi félagsins í júní að ekki yrði greiddur arður til hluthafa nú í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×