Viðskipti innlent

Guð­rún stýrir inn­leiðingu að­gerða­á­ætlunar í hús­næðis­málum

Atli Ísleifsson skrifar
Guðrún Ingvarsdóttir.
Guðrún Ingvarsdóttir. velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið hefur fengið Guðrúnu Ingvarsdóttur til að stýra innleiðingu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í húsnæðismálum samkvæmt sérstökum húsnæðissáttmála sem var kynntur nýlega.

Í frétt á vef ráðuneytisins segir að Guðrún hafi víðtæka reynslu af bygginga- og húsnæðismálum en hún komi til starfa frá Búseta þar sem hún starfaði um árabil sem forstöðumaður þróunar og nýframkvæmda.

„Hún hefur jafnframt komið að ýmissi hagsmuna- og greiningarvinnu innan málaflokksins hérlendis og á norrænum vettvangi og sinnt verkefnum sem varða hönnun og hönnunarstýringu við skipulags- og mannvirkjagerð.

Guðrún er með M.Sc. próf í Stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en lokaverkefni hennar þar fjallaði um umbætur í samkeppnishæfni íslensks byggingariðnaðar. Þá er hún með M.Sc. gráðu í arkitektúr og löggildingu sem arkitekt.“

Nánar má lesa um málið og sáttmálann á heimasíðu ráðuneytisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×