Lífið

Bróðir Gylfa Þórs slær í gegn með krúttlegu tísti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Swansea.
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Swansea. Vísir/Getty
Enska knattspyrnuliðið Everton staðfesti kaupin á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni frá Swansea í gær.

Gylfi fór í gegnum læknisskoðun hjá Everton í gærmorgun og skrifaði hann síðan undir samning við félagið seinnipartinn.

Everton borgar Swansea meira en 40 milljónir punda fyrir leikmanninn, 40 milljónir strax en síðan bætast við árangurstengdar greiðslur.

Ólafur Már er frábær golfari.visir/gva
Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, deildi einstaklega skemmtilegri twitterfærslu í gær en þar má sjá glænýja mynd af Gylfa í Everton búningnum og einnig 16 ára gamla mynd af landsliðsmanninum í Everton klæðnaði.

Forsaga málsins er sú að Gylfi fór á reynslu til félagsins á sínum tíma og síðan mörgum árum síðar fékk hann loksins samning hjá Everton.

Tístið hefur vakið gríðarlega mikla athygli og hafa mörg þúsund manns líkað við færsluna, en hér að neðan má sjá Gylfa heldur krúttlegan.


Tengdar fréttir

Gylfi Þór og saga dýrasta Íslendingsins

Níu forverar Gylfa Þórs Sigurðssonar sem dýrasta knattspyrnumanns Íslands eru langt frá því að ná samanlagt upp í kaupverð Everton á Gylfa. Eiður Smári Guðjohnsen hafði verið sá dýrasti í sautján ár.

Spilar í bláu allan ársins hring

Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×