Viðskipti innlent

Hagnaður Íslandsbanka dregst saman

Sæunn Gísladóttir skrifar
Íslandsbanki hagnaðist um 8 milljarða eftir skatta á fyrri árshelmingi 2017. Um er að ræða minni hagnað en í fyrra en þá nam hann 13 milljörðum króna.

Fram kemur í tilkynningu að munurinn á milli ára skýrist af einskiptishagnaði af sölu Borgunar á hlutum í Visa Europe á fyrri árshelmingi í fyrra.

Arðsemi eigin fjár var 9,2 prósent á tímabilinu samanborið við 12,9 prósent á sama tímabili í fyrra.

Hagnaður bankans af reglulegri starfsemi dróst eilítið saman milli ára úr 8 milljörðum í 7,4 milljarða.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segist ánægð með hagnað fyrri helming ársins. Aukning sé í útlánum og mikill hluti fari til útlána til fyrirtækja á landsbyggðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×