Innlent

Bryggjuhverfið mun stækka með flutningi Björgunar

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Bryggjuhverfinu.
Úr Bryggjuhverfinu.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, munu skrifa undir viljayfirlýsingu í hádeginu á morgun þess efnis að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes sem er á sunnanverðu Álfsnesi.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að undirritunin fari fram á klettabeltinu við núverandi athafnasvæði Björgunar. Mun mikil uppbygging eiga sér stað á þessu svæði á næstu árum þar sem Bryggjuhverfið mun stækka til vesturs.

Ekið er niður Breiðhöfða og inn á bílastæði við enda götunnar á þennan útsýnisstað, eins og sést á korti.Reykjavíkurborg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×