Viðskipti innlent

Verslanir gefa ekki lengur upplýsingar

Benedikt Bóas skrifar
Verslanir með mikla markaðshlutdeild á smásölumarkaði hafa ákveðið að hætta upplýsingum á veltutölum sínum.
Verslanir með mikla markaðshlutdeild á smásölumarkaði hafa ákveðið að hætta upplýsingum á veltutölum sínum. vísir/anton brink
Rannsóknasetur verslunarinnar hefur hætt birtingu veltuvísitölu dagvöruverslana og nokkurra annarra flokka smásölu. Í tilkynningu frá RVS segir að aðilar með mikla markaðshlutdeild á smásölumarkaði hafi ákveðið að hætta miðlun á upplýsingum um veltutölur sínar.

Smásöluvísitalan hefur verið birt mánaðarlega frá stofnun RVS árið 2004. Frumkvæðið að birtingunni kom upphaflega frá verslunum í landinu og var helsti tilgangurinn að auka gagnsæi mánaðarlegrar þróunar í einstökum tegundum verslunar.

Þar sem verslanir vilja ekki lengur veita þessari upplýsingar er þeim sjálfhætt. RVS ætlar að leita annarra leiða við öflun skammtímaupplýsinga um veltu verslunar eftir vöruflokkum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×