Viðskipti innlent

Innkalla dúkkur vegna framleiðslugalla

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þýski leikfangaframleiðandinn Vedes hefur formlega tilkynnt um innköllun á Amia-dúkkum frá framleiðandanum The Toy Company. Dúkkurnar hafa verið seldar hér á landi undanfarnar vikur, meðal annars í verslunum Hagkaups.

Ástæðan fyrir innkölluninni er galli í framleiðslu sem getur mögulega leitt til þess að smáhlutir af dúkkunni losni af, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hagkaup.

„Varan uppfyllir því ekki þær gæðakröfur sem gerðar eru til vörunnar og óskar Vedes því eftir að Amia-dúkkurnar verði innkallaðar. Hagkaup hafa þegar tekið dúkkurnar úr sölu í sínum verslunum.“

Þá geta viðskiptavinir sem keypt hafa umræddar dúkkur skilað þeim í næstu Hagkaupsverslun og fengið þær endurgreiddar. Vörurnar hafa framleiðslunúmerið 50006042.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×