Viðskipti innlent

Önnur afkomuviðvörun frá Högum

Ásgeir Erlendsson skrifar
Nammiland í Hagkaup en lokun efri hæðar Hagkaupa í Kringlunni í febrúarlok hefur haft áhrif á veltu Haga.
Nammiland í Hagkaup en lokun efri hæðar Hagkaupa í Kringlunni í febrúarlok hefur haft áhrif á veltu Haga. Vísir/Gva
Hagar sendu frá sér enn eina afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar í gærkvöld. Sölusamdráttur hafi verið í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið segir ljóst að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið.

Hagar sendu fyrir mánuði frá sér afkomuviðvörun til Kauphallarinnar vegna sölusamdráttar í júní. Fyrirtækið endurtók leikinn í gærkvöld þar sem segir í yfirlýsingu að sölusamdráttur í magni og krónum hafi haldið áfram á sömu nótum í júlí.

Breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Hagar segja unnið að miklum breytingum á Hagkaupsversluninni í Kringlu en lokun efri hæðar í febrúarlok hafi haft áhrif á veltu félagsins. Þá er unnið að endurnýjun á verslun Zöru í Smáralind sem nú hefur verið lokað tímabundið. Þessar breytingar hafa áhrif á sölutekjur félagsins. Í yfirlýsingu þess segir jafnframt að gera megi ráð fyrir að EBITDA fyrir tímabilið mars til ágúst verði um 20% lægri en í fyrra. Félagið vinnur áfram að hagræðingu til að takast á við breytt samkeppnisumhverfi.

Hlutabréf Haga hafa lækkað um tuttugu og átta prósent á undanförnum þremur mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×