Golf

Einvígið á Nesinu fer fram í 21. sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oddur Óli Jónasson á titil að verja.
Oddur Óli Jónasson á titil að verja. mynd/gsí

Einvígið á Nesinu verður háð í 21. sinn í dag. Þetta árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi fer að venju fram á Nesvellinum.

Margir af bestu kylfingum Íslands fyrr og síðar taka þátt. Í ár er spilað í þágu Vinaliðaverkefnisins sem leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.

Meðal keppenda eru atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Sú fyrrnefnda er nýkomin heim eftir að hafa keppt á Opna breska meistaramótinu.

Heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson á titil að verja en hann hafði betur gegn Aroni Snæ Júlíussyni í bráðabana í fyrra.

Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10:00 leika keppendur níu holu höggleik. Klukkan 13:00 hefst svo Einvígið sjálft (shoot-out) þar sem einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast að lokum um sigurinn á 18. holu.

Þátttakendur á Einvíginu á Nesinu 2017:
Birgir Björn Magnússon GK | Klúbbmeistari GK 2017
Björgvin Sigurbergsson GK | Margfaldur Íslandsmeistari í golfi
Björgvin Þorsteinsson GA |
Sexfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmeistari 35 ára og eldri 2017
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS | Klúbbmeistari GS 2017
Ingvar Andri Magnússon GR | Íslandsmeistari 17-18 ára 2017
Kristján Þór Einarsson GM | Klúbbmeistari GM 2017
Oddur Óli Jónasson NK | Klúbbmeistari NK 2017 og sigurvegari Einvígisins 2016
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR | Atvinnukylfingur
Ragnhildur Kristinsdóttir GR | Landsliðskona og meðlimur í TEAM ICELAND
Úlfar Jónsson GKG | Sexfaldur Íslandsmeistari í golfi
Valdís Þóra Jónsdóttir | GL Íslandsmeistari 2017 og atvinnukylfingurAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira