Golf

Fjórar milljónir söfnuðust í góðgerðarmóti Ólafíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn bregður á leik með LPGA-kylfingunum í gær.
Ólafía Þórunn bregður á leik með LPGA-kylfingunum í gær. Vísir/Ernir

Styrktarmót Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og KPMG fór fram á Leirdalsvelli, velli GKG, í gær og heppnaðist vel. Alls söfnuðust fjórar milljónir króna fyrir Barnaspítala Hringsins.

Auk Ólafíu Þórunnar mættu fjórir kylfingar af LPGA-mótaröðinni til landsins - þær Sandra Gal, Vicky Hurst, Gaby Lopez og Tiffany Joh. Lopez slasaðist þó á æfingu daginn fyrir mót og tók Valdís Þóra Jónsdóttir, keppandi á Evrópumótaröðinni, hennar stað.

21 fyrirtæki sendu þátttakendur á mótið en alls 40 sjálfboðaliðar stóðu að undirbúningi og umgjörð þess. Ólafía spilaði þrettándu holu með öllum kylfingum en nánar má lesa um mótið á heimasíðu GKG.

Næsta mót Ólafíu á LPGA-mótaröðinni verður Opna kanadaíska meistaramótið undir lok mánaðarins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira