Handbolti

Teitur öflugur í góðum sigri Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Teitur Örn fer vel af stað með íslenska landsliðinu.
Teitur Örn fer vel af stað með íslenska landsliðinu. Vísir/Eyþór

Teitur Örn Einarsson fer vel af stað á HM U-19 ára í handbolta en hann skoraði tíu mörk í fimm marka sigri Íslands á Síle í dag, 27-22.

Þetta var annar sigur Íslands á mótinu í jafn mörgum leikjum en strákarnir unnu Japan í fyrsta leik sínum í gær.

Ísland hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 12-9, og náðu mest átta marka forystu í síðari hálfleik.

Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Hauka, skoraði sex mörk fyrir Ísland í leiknum og Sveinn Jose Rivera, leikmaður Vals þrjú. Haukamaðurinn Andri Scheving varði tíu skot í marki Íslands.

Ísland mætir næst heimamönnum í Gergíu á föstudag.


Tengdar fréttir

Teitur tíu marka maður í sigri á Japan

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson fór á kostum þegar íslenska 19 ára landsliðið í handbolta vann tveggja marka sigur á Japan, 26-24, í fyrsta leik leik sínum á heimsmeistaramóti U19 í Georgíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira