Golf

Enn möguleiki fyrir Ólafíu að komast á opna breska

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið að spila vel í Skotlandi.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið að spila vel í Skotlandi. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á enn möguleika á að komast á opna breska meistaramótið sem fer fram um næstu helgi. Til þess þarf Ólafía að vera meðal efstu kylfinga á opna skoska meistaramótinu sem lýkur í dag. Ólafía er í 6.-8. sæti fyrir lokahringinn.

Þrjú sæti eru enn laus fyrir kylfinga af Evrópumótaröðinni en mótið í Skotlandi er sameiginlegt fyrir LPGA-mótaröðina bandarísku og Evrópumótaröðina.

Ef að Ólafía verður meðal þriggja tekjuhæstu kylfinga Evrópumótaraðarinnar sem hafa nú þegar ekki tryggt sér sæti á opna breska fær hún þátttökurétt á mótinu sem fer fram um næstu helgi.

Ólafía er vitanlega með engar tekjur á Evrópumótaröðinni í ár enda eingöngu verið að keppa á LPGA-mótaröðinni. Erfitt er að segja fyrirfram hversu ofarlega hún þurfi að lenda til að komast inn á Opna breska, sem er eitt af stórmótum ársins, en verði hún í einu af efstu sætunum verður það mögulegt.

Ólafía hefur leik á lokahringnum klukkan 11.02 í dag og er fylgst með gengi hennar í fréttinni hér fyrir neðan. Bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 14.00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×