Erlent

Kona og þrjú börn létust eftir eld í íbúð í Gautaborg

Atli Ísleifsson skrifar
Einn maður hefur verið færður til yfirheyrslu vegna málsins.
Einn maður hefur verið færður til yfirheyrslu vegna málsins. Vísir/Getty
Kona og þrjú börn eru látin eftir eldsvoða í íbúð í bænum Angered, skammt norðaustur af Gautaborg.

Lögregla greinir frá því að svo virðist sem að fólkið hafi verið beitt ofbeldi áður en eldurinn kom upp.

„Við vinnum eftir þeirri kenningu. Þau eru með áverka sem hafa ekkert með brunann að gera,“ segir Thomas Fuxborg, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á svæðinu, í samtali við fréttastofuna TT.

Einn maður hefur verið færður til yfirheyrslu vegna málsins. Hann er sem stendur ekki grunaður um verknaðinn.

Tilkynning barst um reyk frá íbúðinni klukkan níu að staðartíma í morgun, eða klukkan sjö að íslenskum tíma. Í frétt Aftonbladet segir að kalla hafi þurft til lásasmið og þegar inn var komið hafi kona og eitt barnanna fundist látin. Annað barnið lést svo í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús og það þriðja á sjúkrahúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×