Erlent

Menn hafa verið í Ástralíu mun lengur en áður var talið

Atli Ísleifsson skrifar
Fornleifafræðingarnir fundu axir og liti sem taldir eru hafa verið notaðir við veggmálun í Kakadu þjóðgarðinum.
Fornleifafræðingarnir fundu axir og liti sem taldir eru hafa verið notaðir við veggmálun í Kakadu þjóðgarðinum. Vísir/AFP
Ný rannsókn sýnir að ástralskir frumbyggjar hafi verið í landinu í 65 þúsund ár eða mun lengur en áður var talið.

Frumbyggjar Ástralíu hafa verið taldir vörslumenn einnar elstu og enn ríkjandi menningar á jörðinni þó að lengi hafi verið deilt um hvenær þeir komu fyrst til eyjarinnar.

Í frétt BBC segir að niðurstöður rannsóknarinnar séu birtar í vísindatímaritinu Nature. Áður hefur verið talið að frumbyggjar Ástralíu hafi fyrst komið þangað fyrir 47 þúsund til 60 þúsund árum síðan.

Fornleifafræðingarnir og fleiri sérfræðingar komust að þessu eftir að hafa fundið axir og liti sem taldir eru hafa verið notaðir við veggmálun, við uppgröft við Madjedbebe í Kakadu þjóðgarðinum í norðurhluta Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×