Innlent

PCC fær afslátt af rykútblæstri

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins.
Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Umhverfisstofnun gerir í tillögu að starfsleyfi fyrir PCC Bakki Silicon hf. ráð fyrir að kísilverið fái heimild til að losa fjórfalt meira af rykútblæstri fyrstu tvö rekstrarárin en kveðið er um í lagaákvæðum sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn á grundvelli tilskipunar Evrópuþingsins frá 2010.

Þannig verði mörkin 20 milligrömm á rúmmetra fyrstu tvö árin í stað 5 milligramma. Það eru sömu mörk og í fyrri starfsleyfum frá Umhverfisstofnun til annarra fyrirtækja.

Þá segir að þegar árin tvö séu liðin beri kíslilverinuu að losa innan við 5,0 milligrömm á rúmmetra eins og hinar hertu reglur krefjast að sé viðmiðið en megi þó fara yfir þau mörk 20 prósent af rekstrartímanum. Þá gilda þó mörkin um 20 milligröm á rúmmetra fyrir dagleg meðalgildi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×