Golf

Jordan Spieth með tveggja högga forskot á opna breska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Spieth þurfti að hafa regnhlíf með sér í dag.
Jordan Spieth þurfti að hafa regnhlíf með sér í dag. Vísir/Getty
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er í forystu eftir tvo hringi á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Konungslega Birkdale vellinum í Lancashire á Englandi en þetta er eitt af fjórum risamótum ársins.

Jordan Spieth lék á einu höggi undir pari í dag og er þar með samanlagt á sex höggum undir pari. Spieth lék á 69 höggum í dag en 65 höggum í gær. Hann hefur bæði risamótin sín til þess þar sem hann hefur spilað tvo fyrsti hringina á undir 70 höggum.

Spieth er með tveggja högga forskot á landa sinn Matt Kuchar sem deildi með honum efsta sætinu með honum eftir fyrsta daginn. Matt Kuchar lék á einu höggi yfir pari í dag og er á fjórum höggum undir pari samanlagt.

Jafnir í þriðja sætinu eru síðan jafnir Englendingurinn Ian Poulter og Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka á þremur höggum undir pari eða þremur höggum á eftir fyrsta manni.

Veðrið og aðstæðurnar voru mörgum kylfingum erfiðar í dag. Köppum eins og Phil Mickelson, Padraig Harrington, Darren Clarke, Louis Oosthuizen, Todd Hamilton, John Daly, Mark O'Meara, David Duval, Stewart Cink, Paul Lawrie og Tom Lehman tókst þannig ekki að ná niðurskurðinum.



Efstu menn eftir tvo hringi:

-6: Spieth

-4: Kuchar

-3: Koepka, Poulter

-2: Ramsay

-1: McIlroy, Woodland, Connelly, Bland, Chan Kim, Kang

Aðrir útvaldir:

Á pari: Hoffman, Matsuyama; +1: Els; +2: Garcia, Fowler, Stenson, Fitzpatrick; +3: Rahm, D Johnson, C Wood.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×