Heimilin ekki viðkvæm fyrir verðfalli Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Vísbendingar eru um að áfram verði þrýstingur á fasteignaverð að mati Fjármálaeftirlitsins. vísir/anton brink Sá reginmunur er á núverandi uppsveiflu á íbúðamarkaði og þeirri síðustu, á árunum fyrir fall bankanna, að hækkandi íbúðaverð er nú ekki drifið áfram af óhóflegri skuldsetningu heimilanna. Heimilin ættu því ekki að vera eins viðkvæm fyrir verðfalli á markaðinum. Þetta segir Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann nefnir að á árunum fyrir hrun hafi veðsetningarhlutföll og hámarkslán verið hækkuð úr hófi fram og fjármálastofnanir stigið á bensíngjöfina, ef svo má segja. Það hafi þrýst íbúðaverði upp. Allt aðrar forsendur séu fyrir hækkun íbúðaverðs nú. Samkvæmt nýjum reglum Fjármálaeftirlitsins (FME), sem voru birtar í fyrradag, má ekki lána fyrir meira en 85% af markaðsverði fasteignar. Við kaup á fyrstu fasteign er þó heimilt að lána allt að 90 prósent. FME tók fram að reglurnar væru einkum settar til þess að tryggja að lánveitendur slökuðu ekki frekar á lánaskilyrðum í ljósi harðnandi samkeppni á íbúðalánamarkaði, nú þegar hækkanir á íbúðaverði eru miklar og vextir fara lækkandi.Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarinsJón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, segir reglurnar hafa þann tilgang að koma í veg fyrir það sem gerðist árið 2008, þegar staða lántakenda varð óviðráðanleg. „Þótt við búumst ekki við jafn slæmu áfalli og þá, er full ástæða til að sýna ýtrustu varkárni gagnvart lækkun fasteignaverðs í framtíðinni.“ Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanm, segir að reglurnar muni ekki breyta miklu, enda hafi bankarnir stigið varlega til jarðar í lánveitingum og láni ekki fyrir meira en 85 prósentum af markaðsvirði eignar. „Það er hugsanlega hægt að fá hærra lán einhvers staðar annars staðar, en nú er verið að koma í veg fyrir það. Að því leytinu til eru þessar reglur öryggistæki sem kemur í veg fyrir að fólk geti skuldsett eign sína fram úr hófi eins og gerðist fyrir hrun,“ segir hann. Raunverð íbúða hefur hækkað umtalsvert undanfarin misseri og reyndist ársvöxtur þess til dæmis 21,2 prósent í síðasta mánuði. Ingólfur segir raunverð húsnæðis standa hátt sögulega séð. Það hafi hækkað talsvert umfram undirliggjandi áhrifaþætti, eins og til dæmis kaupmáttarvöxt, að undanförnu, en stór hluti skýringarinnar sé viðvarandi skortur á framboði nýrra íbúða. „Það eru því viss hættumerki til staðar. Í því ljósi er það ábyrgðarefni að lána með mjög litlu eigin fé. Þá getur það gerst að heimili, sem taka lán fyrir slíkum fasteignakaupum, verði miklu viðkvæmari fyrir niðursveiflunni þegar að henni kemur,“ bendir hann á. Hann segir veðsetningarhlutfallið þó aðeins eina hlið málsins. Einnig þurfi að líta til greiðslubyrðarinnar. „Oft er sagt að það skipti ekki höfuðmáli þótt eigið fé í húsnæði verði neikvætt um tíma, en það sem er alvarlegt er þegar lántakendur geta ekki staðið við afborganir sínar þegar að niðursveiflunni í efnahagslífinu kemur. Að því leyti þarf að hafa varann á og tryggja að greiðslumat byggist á raunhæfum áætlunum.“ Skýr merki séu um að greiðslumöt fjármálastofnana séu stífari en áður og það geti verið hluti ástæðunnar fyrir því að útlánavöxtur hafi ekki verið eins ör og í síðustu uppsveiflu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Sá reginmunur er á núverandi uppsveiflu á íbúðamarkaði og þeirri síðustu, á árunum fyrir fall bankanna, að hækkandi íbúðaverð er nú ekki drifið áfram af óhóflegri skuldsetningu heimilanna. Heimilin ættu því ekki að vera eins viðkvæm fyrir verðfalli á markaðinum. Þetta segir Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann nefnir að á árunum fyrir hrun hafi veðsetningarhlutföll og hámarkslán verið hækkuð úr hófi fram og fjármálastofnanir stigið á bensíngjöfina, ef svo má segja. Það hafi þrýst íbúðaverði upp. Allt aðrar forsendur séu fyrir hækkun íbúðaverðs nú. Samkvæmt nýjum reglum Fjármálaeftirlitsins (FME), sem voru birtar í fyrradag, má ekki lána fyrir meira en 85% af markaðsverði fasteignar. Við kaup á fyrstu fasteign er þó heimilt að lána allt að 90 prósent. FME tók fram að reglurnar væru einkum settar til þess að tryggja að lánveitendur slökuðu ekki frekar á lánaskilyrðum í ljósi harðnandi samkeppni á íbúðalánamarkaði, nú þegar hækkanir á íbúðaverði eru miklar og vextir fara lækkandi.Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarinsJón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, segir reglurnar hafa þann tilgang að koma í veg fyrir það sem gerðist árið 2008, þegar staða lántakenda varð óviðráðanleg. „Þótt við búumst ekki við jafn slæmu áfalli og þá, er full ástæða til að sýna ýtrustu varkárni gagnvart lækkun fasteignaverðs í framtíðinni.“ Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanm, segir að reglurnar muni ekki breyta miklu, enda hafi bankarnir stigið varlega til jarðar í lánveitingum og láni ekki fyrir meira en 85 prósentum af markaðsvirði eignar. „Það er hugsanlega hægt að fá hærra lán einhvers staðar annars staðar, en nú er verið að koma í veg fyrir það. Að því leytinu til eru þessar reglur öryggistæki sem kemur í veg fyrir að fólk geti skuldsett eign sína fram úr hófi eins og gerðist fyrir hrun,“ segir hann. Raunverð íbúða hefur hækkað umtalsvert undanfarin misseri og reyndist ársvöxtur þess til dæmis 21,2 prósent í síðasta mánuði. Ingólfur segir raunverð húsnæðis standa hátt sögulega séð. Það hafi hækkað talsvert umfram undirliggjandi áhrifaþætti, eins og til dæmis kaupmáttarvöxt, að undanförnu, en stór hluti skýringarinnar sé viðvarandi skortur á framboði nýrra íbúða. „Það eru því viss hættumerki til staðar. Í því ljósi er það ábyrgðarefni að lána með mjög litlu eigin fé. Þá getur það gerst að heimili, sem taka lán fyrir slíkum fasteignakaupum, verði miklu viðkvæmari fyrir niðursveiflunni þegar að henni kemur,“ bendir hann á. Hann segir veðsetningarhlutfallið þó aðeins eina hlið málsins. Einnig þurfi að líta til greiðslubyrðarinnar. „Oft er sagt að það skipti ekki höfuðmáli þótt eigið fé í húsnæði verði neikvætt um tíma, en það sem er alvarlegt er þegar lántakendur geta ekki staðið við afborganir sínar þegar að niðursveiflunni í efnahagslífinu kemur. Að því leyti þarf að hafa varann á og tryggja að greiðslumat byggist á raunhæfum áætlunum.“ Skýr merki séu um að greiðslumöt fjármálastofnana séu stífari en áður og það geti verið hluti ástæðunnar fyrir því að útlánavöxtur hafi ekki verið eins ör og í síðustu uppsveiflu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira