Heimilin ekki viðkvæm fyrir verðfalli Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Vísbendingar eru um að áfram verði þrýstingur á fasteignaverð að mati Fjármálaeftirlitsins. vísir/anton brink Sá reginmunur er á núverandi uppsveiflu á íbúðamarkaði og þeirri síðustu, á árunum fyrir fall bankanna, að hækkandi íbúðaverð er nú ekki drifið áfram af óhóflegri skuldsetningu heimilanna. Heimilin ættu því ekki að vera eins viðkvæm fyrir verðfalli á markaðinum. Þetta segir Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann nefnir að á árunum fyrir hrun hafi veðsetningarhlutföll og hámarkslán verið hækkuð úr hófi fram og fjármálastofnanir stigið á bensíngjöfina, ef svo má segja. Það hafi þrýst íbúðaverði upp. Allt aðrar forsendur séu fyrir hækkun íbúðaverðs nú. Samkvæmt nýjum reglum Fjármálaeftirlitsins (FME), sem voru birtar í fyrradag, má ekki lána fyrir meira en 85% af markaðsverði fasteignar. Við kaup á fyrstu fasteign er þó heimilt að lána allt að 90 prósent. FME tók fram að reglurnar væru einkum settar til þess að tryggja að lánveitendur slökuðu ekki frekar á lánaskilyrðum í ljósi harðnandi samkeppni á íbúðalánamarkaði, nú þegar hækkanir á íbúðaverði eru miklar og vextir fara lækkandi.Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarinsJón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, segir reglurnar hafa þann tilgang að koma í veg fyrir það sem gerðist árið 2008, þegar staða lántakenda varð óviðráðanleg. „Þótt við búumst ekki við jafn slæmu áfalli og þá, er full ástæða til að sýna ýtrustu varkárni gagnvart lækkun fasteignaverðs í framtíðinni.“ Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanm, segir að reglurnar muni ekki breyta miklu, enda hafi bankarnir stigið varlega til jarðar í lánveitingum og láni ekki fyrir meira en 85 prósentum af markaðsvirði eignar. „Það er hugsanlega hægt að fá hærra lán einhvers staðar annars staðar, en nú er verið að koma í veg fyrir það. Að því leytinu til eru þessar reglur öryggistæki sem kemur í veg fyrir að fólk geti skuldsett eign sína fram úr hófi eins og gerðist fyrir hrun,“ segir hann. Raunverð íbúða hefur hækkað umtalsvert undanfarin misseri og reyndist ársvöxtur þess til dæmis 21,2 prósent í síðasta mánuði. Ingólfur segir raunverð húsnæðis standa hátt sögulega séð. Það hafi hækkað talsvert umfram undirliggjandi áhrifaþætti, eins og til dæmis kaupmáttarvöxt, að undanförnu, en stór hluti skýringarinnar sé viðvarandi skortur á framboði nýrra íbúða. „Það eru því viss hættumerki til staðar. Í því ljósi er það ábyrgðarefni að lána með mjög litlu eigin fé. Þá getur það gerst að heimili, sem taka lán fyrir slíkum fasteignakaupum, verði miklu viðkvæmari fyrir niðursveiflunni þegar að henni kemur,“ bendir hann á. Hann segir veðsetningarhlutfallið þó aðeins eina hlið málsins. Einnig þurfi að líta til greiðslubyrðarinnar. „Oft er sagt að það skipti ekki höfuðmáli þótt eigið fé í húsnæði verði neikvætt um tíma, en það sem er alvarlegt er þegar lántakendur geta ekki staðið við afborganir sínar þegar að niðursveiflunni í efnahagslífinu kemur. Að því leyti þarf að hafa varann á og tryggja að greiðslumat byggist á raunhæfum áætlunum.“ Skýr merki séu um að greiðslumöt fjármálastofnana séu stífari en áður og það geti verið hluti ástæðunnar fyrir því að útlánavöxtur hafi ekki verið eins ör og í síðustu uppsveiflu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Sá reginmunur er á núverandi uppsveiflu á íbúðamarkaði og þeirri síðustu, á árunum fyrir fall bankanna, að hækkandi íbúðaverð er nú ekki drifið áfram af óhóflegri skuldsetningu heimilanna. Heimilin ættu því ekki að vera eins viðkvæm fyrir verðfalli á markaðinum. Þetta segir Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann nefnir að á árunum fyrir hrun hafi veðsetningarhlutföll og hámarkslán verið hækkuð úr hófi fram og fjármálastofnanir stigið á bensíngjöfina, ef svo má segja. Það hafi þrýst íbúðaverði upp. Allt aðrar forsendur séu fyrir hækkun íbúðaverðs nú. Samkvæmt nýjum reglum Fjármálaeftirlitsins (FME), sem voru birtar í fyrradag, má ekki lána fyrir meira en 85% af markaðsverði fasteignar. Við kaup á fyrstu fasteign er þó heimilt að lána allt að 90 prósent. FME tók fram að reglurnar væru einkum settar til þess að tryggja að lánveitendur slökuðu ekki frekar á lánaskilyrðum í ljósi harðnandi samkeppni á íbúðalánamarkaði, nú þegar hækkanir á íbúðaverði eru miklar og vextir fara lækkandi.Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarinsJón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, segir reglurnar hafa þann tilgang að koma í veg fyrir það sem gerðist árið 2008, þegar staða lántakenda varð óviðráðanleg. „Þótt við búumst ekki við jafn slæmu áfalli og þá, er full ástæða til að sýna ýtrustu varkárni gagnvart lækkun fasteignaverðs í framtíðinni.“ Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanm, segir að reglurnar muni ekki breyta miklu, enda hafi bankarnir stigið varlega til jarðar í lánveitingum og láni ekki fyrir meira en 85 prósentum af markaðsvirði eignar. „Það er hugsanlega hægt að fá hærra lán einhvers staðar annars staðar, en nú er verið að koma í veg fyrir það. Að því leytinu til eru þessar reglur öryggistæki sem kemur í veg fyrir að fólk geti skuldsett eign sína fram úr hófi eins og gerðist fyrir hrun,“ segir hann. Raunverð íbúða hefur hækkað umtalsvert undanfarin misseri og reyndist ársvöxtur þess til dæmis 21,2 prósent í síðasta mánuði. Ingólfur segir raunverð húsnæðis standa hátt sögulega séð. Það hafi hækkað talsvert umfram undirliggjandi áhrifaþætti, eins og til dæmis kaupmáttarvöxt, að undanförnu, en stór hluti skýringarinnar sé viðvarandi skortur á framboði nýrra íbúða. „Það eru því viss hættumerki til staðar. Í því ljósi er það ábyrgðarefni að lána með mjög litlu eigin fé. Þá getur það gerst að heimili, sem taka lán fyrir slíkum fasteignakaupum, verði miklu viðkvæmari fyrir niðursveiflunni þegar að henni kemur,“ bendir hann á. Hann segir veðsetningarhlutfallið þó aðeins eina hlið málsins. Einnig þurfi að líta til greiðslubyrðarinnar. „Oft er sagt að það skipti ekki höfuðmáli þótt eigið fé í húsnæði verði neikvætt um tíma, en það sem er alvarlegt er þegar lántakendur geta ekki staðið við afborganir sínar þegar að niðursveiflunni í efnahagslífinu kemur. Að því leyti þarf að hafa varann á og tryggja að greiðslumat byggist á raunhæfum áætlunum.“ Skýr merki séu um að greiðslumöt fjármálastofnana séu stífari en áður og það geti verið hluti ástæðunnar fyrir því að útlánavöxtur hafi ekki verið eins ör og í síðustu uppsveiflu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira