Erlent

Ætla að handtaka grunuð ungmenni

Unglingar með húðflúr eru ofarlega á lista hjá bandarískum yfirvöldum.
Unglingar með húðflúr eru ofarlega á lista hjá bandarískum yfirvöldum. vísir/getty
Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í sérstakar aðgerðir í næstu viku sem beinast munu gegn ólögráða flóttamönnum sem grunaðir eru um að tengjast glæpagengjum. Um er að ræða lið í aðgerðum Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að koma í veg fyrir ólöglega innflytjendur til landsins.

Frá þessu er greint á vef Reuters. Þar segir að aðgerðirnar muni fyrst og fremst beinast gegn unglingum, á aldrinum sextán til sautján ára, sem komu til Bandaríkjanna án forráðamanns. Aðgerðirnar verða landsvísu og hefjast á sunnudag.

Þessi ákvörðun er stefnubreyting hjá bandarískum stjórnvöldum, því í stjórnartíð Baracks Obama var hvorki heimilt að handtaka né vísa ungmennum úr landi vegna grunsemda einna.  

Útlendingastofnun Bandaríkjanna segir í yfirlýsingu að til þess að liggja undir grun þurfi ýmsir þættir að vera fyrir hendi. Það séu til dæmis ungmenni með húðflúr eða ungmenni sem sæki mikið í hættuleg svæði, svo fátt eitt sé nefnt. Stofnunin vildi þó ekki upplýsa um hvert framhaldið yrði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×