Íbúar Laugarneshverfis ósáttir við að dæmdur kynferðisbrotamaður dvelji á Vernd Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2017 19:30 Fyrir hálfu ári var átján ára piltur dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tveimur fimmtán ára stúlkum. Brotin áttu sér stað síðasta sumar og voru árásirnar afar hrottalegar.DV greindi frá málinu í gær og hafði fengið staðfest að maðurinn hafi lokið afplánun í fangelsi og dvelji nú á áfangaheimlinu Vernd en samkvæmt lögum geta afbrotamenn sem eru yngri en 21 árs fengið reynslulausn fyrr en aðrir fangar. Mikil umræða hefur skapast um málið á Facebook-síðu íbúa Laugarneshverfis. „Það er bara mjög mikil óánægja með það. Sjálf bý ég við hliðina og á tvö ung börn og mér finnst mjög óhugnalegt að þessi maður skuli vera kominn þangað," segir Ninna Karla Katrínardóttir, íbúi í Laugarneshverfi. Íbúum finnst sérstaklega óhugnalegt hve fljótt maðurinn er kominn meðal almennings eftir brotin. „Ég trúi á að allir eigi rétt á öðru tækifæri en mér finnst að hann eigi að sitja lengur inni eftir þessi brot," segir Ninna og bætir við að það séu börn í hverju húsi í hverfinu. „Mér er sama hverjir eru þarna inni á Vernd svo lengi sem það eru ekki barnaníðingar." Íbúar hverfisins hafa sent Páli Winkel fangelsismálastjóra kvartanir vegna málsins en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. „Svo hefur skapast umræða um að vera með undirskriftarlista og ég ætla að skrifa undir þann lista. Alveg hiklaust.“ Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Fyrir hálfu ári var átján ára piltur dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tveimur fimmtán ára stúlkum. Brotin áttu sér stað síðasta sumar og voru árásirnar afar hrottalegar.DV greindi frá málinu í gær og hafði fengið staðfest að maðurinn hafi lokið afplánun í fangelsi og dvelji nú á áfangaheimlinu Vernd en samkvæmt lögum geta afbrotamenn sem eru yngri en 21 árs fengið reynslulausn fyrr en aðrir fangar. Mikil umræða hefur skapast um málið á Facebook-síðu íbúa Laugarneshverfis. „Það er bara mjög mikil óánægja með það. Sjálf bý ég við hliðina og á tvö ung börn og mér finnst mjög óhugnalegt að þessi maður skuli vera kominn þangað," segir Ninna Karla Katrínardóttir, íbúi í Laugarneshverfi. Íbúum finnst sérstaklega óhugnalegt hve fljótt maðurinn er kominn meðal almennings eftir brotin. „Ég trúi á að allir eigi rétt á öðru tækifæri en mér finnst að hann eigi að sitja lengur inni eftir þessi brot," segir Ninna og bætir við að það séu börn í hverju húsi í hverfinu. „Mér er sama hverjir eru þarna inni á Vernd svo lengi sem það eru ekki barnaníðingar." Íbúar hverfisins hafa sent Páli Winkel fangelsismálastjóra kvartanir vegna málsins en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. „Svo hefur skapast umræða um að vera með undirskriftarlista og ég ætla að skrifa undir þann lista. Alveg hiklaust.“
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira