Öryggismál vinnustaða á Íslandi Þorgeir R. Valsson skrifar 23. júlí 2017 11:27 Í kjölfar frétta um tvö banaslys á vinnustöðum á Íslandi í sömu vikunni get ég ekki orða bundist varðandi öryggismál á vinnustöðum. Sem öryggisfulltrúi í yfir 10 ár og nokkur önnur ár þar áður sem slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hef ég séð bæði slæma og góða öryggismenningu á vinnustöðum á Íslandi, fyrst er ég var sjúkraflutningamaður við byggingu Kárahnjúkarvirkjunar þar sem því miður var virðing fyrir starfsfólki, mannslífum og slysum algerlega óviðunandi. Nánast engin þjálfun eða fræðsla ríkjandi tungumálaörðuleikar til staðar og eftirlit lélegt þó sumir sem áttu að gegna eftirlitshlutverki hafi gert sitt allra besta til að reyna að sporna við slysum þá var við erfiðan verktaka „Impregilo„ að etja sem virti manneskjuna að engu og þeirra stjórnendur sem áttu að gæta öryggis starfsmanna hafi ekki sinnt skyldu sinni, einnig að mínu mati voru Íslenskir eftirlitsaðilar svo fjársveltir eða áhugalausir um það sem gekk á uppá Kárahnjúkum að mér blöskraði oft á tíðum þeirra viðbrögð við tilkynningum. Sem betur fer bauðst mér vinna á Reyðarfirði sem öryggisfulltrúi og komst ég þar í kynni við alveg hinn pólinn á öryggismenningu miðað við Kárahnjúka, starfsmenn fengu alla þá þjálfun og fræðslu sem þurfti ásamt stöðugu og góðu eftirliti enda slys mjög fátíð á þeim vinnustað og öll eftirfylgni og skráning á þeim fáu atvikum sem þar urðu til mikillar fyrirmyndar. Og fyrir mitt leyti er það byrjun á öryggismenningu á Íslandi. Ég hef unnið að öryggismálum við stóriðju á Íslandi sem öryggisfulltrúi verktaka t.d. við álver og hafa öryggismál verið til mikillar fyrirmyndar, kröfur til verktaka mjög strangar sem hefur verið mjög góð reynsla og hef til dæmis tekið mikið af þeim lærdóm og reynslu inní mitt fyrirtæki. Öll stærri fyrirtæki á Íslandi hafa yfirleitt mjög góða öryggismenningu en mín reynsla er sú að smærri fyrirtæki hafa ekki sinnt þessari skyldu sinni að veita starfsmönnum þann aðbúnað og hollustuþætti sem þeim ber samkvæmt lögum og reglum á Íslandi. Þó öryggismál kosti stundum smá pening sem er þó ekki alltaf raunin þá er eins og fyrirtæki veigri sér við því að tryggja öryggi starfsmanna eins og þeim ber með því að skaffa þeim ekki þann öryggisbúnað þjálfun og fræðslu sem þeim ber vegna kostnaðar. Kostnaður vegna mannslífa verður aldrei metinn til fjár! Virkjum betur öryggismál á Íslandi.Þorgeir R. Valsson, öryggisfulltrúi hjá Ístak Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar frétta um tvö banaslys á vinnustöðum á Íslandi í sömu vikunni get ég ekki orða bundist varðandi öryggismál á vinnustöðum. Sem öryggisfulltrúi í yfir 10 ár og nokkur önnur ár þar áður sem slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hef ég séð bæði slæma og góða öryggismenningu á vinnustöðum á Íslandi, fyrst er ég var sjúkraflutningamaður við byggingu Kárahnjúkarvirkjunar þar sem því miður var virðing fyrir starfsfólki, mannslífum og slysum algerlega óviðunandi. Nánast engin þjálfun eða fræðsla ríkjandi tungumálaörðuleikar til staðar og eftirlit lélegt þó sumir sem áttu að gegna eftirlitshlutverki hafi gert sitt allra besta til að reyna að sporna við slysum þá var við erfiðan verktaka „Impregilo„ að etja sem virti manneskjuna að engu og þeirra stjórnendur sem áttu að gæta öryggis starfsmanna hafi ekki sinnt skyldu sinni, einnig að mínu mati voru Íslenskir eftirlitsaðilar svo fjársveltir eða áhugalausir um það sem gekk á uppá Kárahnjúkum að mér blöskraði oft á tíðum þeirra viðbrögð við tilkynningum. Sem betur fer bauðst mér vinna á Reyðarfirði sem öryggisfulltrúi og komst ég þar í kynni við alveg hinn pólinn á öryggismenningu miðað við Kárahnjúka, starfsmenn fengu alla þá þjálfun og fræðslu sem þurfti ásamt stöðugu og góðu eftirliti enda slys mjög fátíð á þeim vinnustað og öll eftirfylgni og skráning á þeim fáu atvikum sem þar urðu til mikillar fyrirmyndar. Og fyrir mitt leyti er það byrjun á öryggismenningu á Íslandi. Ég hef unnið að öryggismálum við stóriðju á Íslandi sem öryggisfulltrúi verktaka t.d. við álver og hafa öryggismál verið til mikillar fyrirmyndar, kröfur til verktaka mjög strangar sem hefur verið mjög góð reynsla og hef til dæmis tekið mikið af þeim lærdóm og reynslu inní mitt fyrirtæki. Öll stærri fyrirtæki á Íslandi hafa yfirleitt mjög góða öryggismenningu en mín reynsla er sú að smærri fyrirtæki hafa ekki sinnt þessari skyldu sinni að veita starfsmönnum þann aðbúnað og hollustuþætti sem þeim ber samkvæmt lögum og reglum á Íslandi. Þó öryggismál kosti stundum smá pening sem er þó ekki alltaf raunin þá er eins og fyrirtæki veigri sér við því að tryggja öryggi starfsmanna eins og þeim ber með því að skaffa þeim ekki þann öryggisbúnað þjálfun og fræðslu sem þeim ber vegna kostnaðar. Kostnaður vegna mannslífa verður aldrei metinn til fjár! Virkjum betur öryggismál á Íslandi.Þorgeir R. Valsson, öryggisfulltrúi hjá Ístak
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar