Öryggismál vinnustaða á Íslandi Þorgeir R. Valsson skrifar 23. júlí 2017 11:27 Í kjölfar frétta um tvö banaslys á vinnustöðum á Íslandi í sömu vikunni get ég ekki orða bundist varðandi öryggismál á vinnustöðum. Sem öryggisfulltrúi í yfir 10 ár og nokkur önnur ár þar áður sem slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hef ég séð bæði slæma og góða öryggismenningu á vinnustöðum á Íslandi, fyrst er ég var sjúkraflutningamaður við byggingu Kárahnjúkarvirkjunar þar sem því miður var virðing fyrir starfsfólki, mannslífum og slysum algerlega óviðunandi. Nánast engin þjálfun eða fræðsla ríkjandi tungumálaörðuleikar til staðar og eftirlit lélegt þó sumir sem áttu að gegna eftirlitshlutverki hafi gert sitt allra besta til að reyna að sporna við slysum þá var við erfiðan verktaka „Impregilo„ að etja sem virti manneskjuna að engu og þeirra stjórnendur sem áttu að gæta öryggis starfsmanna hafi ekki sinnt skyldu sinni, einnig að mínu mati voru Íslenskir eftirlitsaðilar svo fjársveltir eða áhugalausir um það sem gekk á uppá Kárahnjúkum að mér blöskraði oft á tíðum þeirra viðbrögð við tilkynningum. Sem betur fer bauðst mér vinna á Reyðarfirði sem öryggisfulltrúi og komst ég þar í kynni við alveg hinn pólinn á öryggismenningu miðað við Kárahnjúka, starfsmenn fengu alla þá þjálfun og fræðslu sem þurfti ásamt stöðugu og góðu eftirliti enda slys mjög fátíð á þeim vinnustað og öll eftirfylgni og skráning á þeim fáu atvikum sem þar urðu til mikillar fyrirmyndar. Og fyrir mitt leyti er það byrjun á öryggismenningu á Íslandi. Ég hef unnið að öryggismálum við stóriðju á Íslandi sem öryggisfulltrúi verktaka t.d. við álver og hafa öryggismál verið til mikillar fyrirmyndar, kröfur til verktaka mjög strangar sem hefur verið mjög góð reynsla og hef til dæmis tekið mikið af þeim lærdóm og reynslu inní mitt fyrirtæki. Öll stærri fyrirtæki á Íslandi hafa yfirleitt mjög góða öryggismenningu en mín reynsla er sú að smærri fyrirtæki hafa ekki sinnt þessari skyldu sinni að veita starfsmönnum þann aðbúnað og hollustuþætti sem þeim ber samkvæmt lögum og reglum á Íslandi. Þó öryggismál kosti stundum smá pening sem er þó ekki alltaf raunin þá er eins og fyrirtæki veigri sér við því að tryggja öryggi starfsmanna eins og þeim ber með því að skaffa þeim ekki þann öryggisbúnað þjálfun og fræðslu sem þeim ber vegna kostnaðar. Kostnaður vegna mannslífa verður aldrei metinn til fjár! Virkjum betur öryggismál á Íslandi.Þorgeir R. Valsson, öryggisfulltrúi hjá Ístak Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skattskrár og ofurlaun Fastir pennar Ákvörðun Þórólfs Fastir pennar Aldraðir á Landspítala Fastir pennar Gömlu gildin Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Pólitískarhliðarverkanir Auðunn Arnórsson Fastir pennar Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson Skoðun Einn situr Geir Bakþankar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í kjölfar frétta um tvö banaslys á vinnustöðum á Íslandi í sömu vikunni get ég ekki orða bundist varðandi öryggismál á vinnustöðum. Sem öryggisfulltrúi í yfir 10 ár og nokkur önnur ár þar áður sem slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hef ég séð bæði slæma og góða öryggismenningu á vinnustöðum á Íslandi, fyrst er ég var sjúkraflutningamaður við byggingu Kárahnjúkarvirkjunar þar sem því miður var virðing fyrir starfsfólki, mannslífum og slysum algerlega óviðunandi. Nánast engin þjálfun eða fræðsla ríkjandi tungumálaörðuleikar til staðar og eftirlit lélegt þó sumir sem áttu að gegna eftirlitshlutverki hafi gert sitt allra besta til að reyna að sporna við slysum þá var við erfiðan verktaka „Impregilo„ að etja sem virti manneskjuna að engu og þeirra stjórnendur sem áttu að gæta öryggis starfsmanna hafi ekki sinnt skyldu sinni, einnig að mínu mati voru Íslenskir eftirlitsaðilar svo fjársveltir eða áhugalausir um það sem gekk á uppá Kárahnjúkum að mér blöskraði oft á tíðum þeirra viðbrögð við tilkynningum. Sem betur fer bauðst mér vinna á Reyðarfirði sem öryggisfulltrúi og komst ég þar í kynni við alveg hinn pólinn á öryggismenningu miðað við Kárahnjúka, starfsmenn fengu alla þá þjálfun og fræðslu sem þurfti ásamt stöðugu og góðu eftirliti enda slys mjög fátíð á þeim vinnustað og öll eftirfylgni og skráning á þeim fáu atvikum sem þar urðu til mikillar fyrirmyndar. Og fyrir mitt leyti er það byrjun á öryggismenningu á Íslandi. Ég hef unnið að öryggismálum við stóriðju á Íslandi sem öryggisfulltrúi verktaka t.d. við álver og hafa öryggismál verið til mikillar fyrirmyndar, kröfur til verktaka mjög strangar sem hefur verið mjög góð reynsla og hef til dæmis tekið mikið af þeim lærdóm og reynslu inní mitt fyrirtæki. Öll stærri fyrirtæki á Íslandi hafa yfirleitt mjög góða öryggismenningu en mín reynsla er sú að smærri fyrirtæki hafa ekki sinnt þessari skyldu sinni að veita starfsmönnum þann aðbúnað og hollustuþætti sem þeim ber samkvæmt lögum og reglum á Íslandi. Þó öryggismál kosti stundum smá pening sem er þó ekki alltaf raunin þá er eins og fyrirtæki veigri sér við því að tryggja öryggi starfsmanna eins og þeim ber með því að skaffa þeim ekki þann öryggisbúnað þjálfun og fræðslu sem þeim ber vegna kostnaðar. Kostnaður vegna mannslífa verður aldrei metinn til fjár! Virkjum betur öryggismál á Íslandi.Þorgeir R. Valsson, öryggisfulltrúi hjá Ístak
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar