Körfubolti

Tróð með tilþrifum yfir pabba sinn sem er NBA-goðsögn | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Ainge eldri við hlið Larry Bird og Kevin McHale á bekk Boston Celtics liðsins.
Danny Ainge eldri við hlið Larry Bird og Kevin McHale á bekk Boston Celtics liðsins. Vísir/Getty
Hann þótti á sínum tíma vera einn sá harðasti í NBA-deildinni og með orð á sér að vera algjört fól inn á velli. Nú mörgum árum síðar varð hann fórnarlamb miskunnarleysis sonar síns þegar þeir tóku einn leik út fyrir utan heimilið.

Sonur Danny Ainge fór svo illa með pabba sinn í léttum leik á planinu fyrir utan hús þeirra að gamli karlinn er orðin aðhlátursefni á veraldarvefnum.

Danny Ainge var lykilmaður á sínum tíma í Boston Celtics liði Larry Bird og varð tvisvar sinnum NBA-meistari á níunda áratugnum. Nú ræður hann ríkjum utan vallar hjá Boston Celtics því hann er framkvæmdastjóri og forseti félagsins.

Danny Ainge ætti nú að þekkja það að spila einn á einn við syni sína því hann á fjóra syni. Sá yngsti heitir Crew og hann lét pabba gamla finna fyrir því á dögunum.

Crew keyrði á pabba sinn og hamraði boltann í körfuna án þess að sá gamli kæmi neinum vörnum við.

Danny Ainge var alveg tilbúinn að gera grín af sjálfum sér og sett myndband af troðslunni inn á Twitter-síðu sína eins og sjá má hér fyrir ofan. Crew hataði það nú ekki og setti myndbandið inn á sinn Twitter-reikning líka.

Danny Ainge lék með Boston Celtics frá 1981 til 1989 og var síðan í NBA-deildinni allt til ársins 1995. Hann var með 11,5 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í 1042 leikjum sínum í NBA.

Þegar Boston Celtics vann NBA-titilinn 1986 þá var Danny Ainge með 15,6 stig, 5,2 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta í leik og hitti úr 55 prósent skota sinna. Hann breyttist í stjörnu í þeirri úrslitakeppni en náði aldrei að vinna NBA-titilinn aftur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×