Enski boltinn

Endurkoma Chelsea dugði ekki gegn Bayern

Alvaro Morata í leiknum með Chelsea í dag.
Alvaro Morata í leiknum með Chelsea í dag. Vísir/Getty
Bayern hafði í dag betur gegn Chelsea, 3-2, í leik liðanna í International Champions Cup en leikurinn fór fram í Singapúr.

Rafinha kom Þjóðverjum á bragðið strax á sjöttu mínútu og Thomas Müller bætti tveimur við áður en hálftími var liðinn af leiknum.

Marcos Alonso náði að minnka muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Michy Batshuhyi skoraði annað mark Englendinganna á 85. mínútu. Nær komust þeir þó ekki.

Chelsea var sterkari aðilinn í leiknum í seinni hálfleik en Bayern gerði nóg í þeim fyrri til að klára leikinn.

Spánverjinn Alvaro Morata spilaði í dag sinn fyrsta leik fyrir Chelsea eftir að hann gekk í raðir liðsins frá Real Madrid á dögunu. Hann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en næsti leikur sem verður sýndur frá þessari keppni verður viðureign Tottenham og Roma á miðnætti í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×