Lífið

Þáttastjórnandinn sprakk ítrekað úr hlátri þegar keppendur föttuðu ekki orðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mel Giedroyc er umsjónamaður þáttarins.
Mel Giedroyc er umsjónamaður þáttarins.
Letterbox er mjög vinsæll leikjaþáttur á BBC 2 sem virkar í raun svipað eins og hengimann.

Markmiðið er að finna út hvert orðið er en á fyrir nokkrum dögum missti þáttastjórnandinn Mel Giedroyc aðeins stjórn sér þegar keppendur gátu ekki fyrir sitt litla líf fattað upp á orðinu sem um ræddi.

Quasimodo var orðið sem leitað var að en allir í salnum, fyrir utan keppendurna, höfðu gert sér grein fyrir orðinu.

Giedroyc sprakk oft á tíðum hreinlega úr hlátri eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×