Telur stjórnmálamenn þurfa að gera meira og tala minna Kristinn Ingi Jónsson og Sæunn Gísladóttir skrifa 26. júlí 2017 06:00 Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það eru alltaf vonbrigði þegar tölurnar eru lágar alveg eins og það er jafn gaman þegar þær eru háar. Þetta sveiflast mikið hjá okkur,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, um niðurstöður nýrrar könnunar MMR, en samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi. „Það eina sem stjórnmálamenn geta gert að mínu mati er að tala minna og gera meira. Það er mitt mottó, það er bara þannig að það er ekki það sem maður segir heldur það sem maður gerir sem að mínu mati skilgreinir hvort stjórnmálamenn séu góðir í sínu starfi. Björt framtíð mun að loknu þessu kjörtímabili leggja verk sín í dóm kjósenda,“ segir Björt.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.Mynd/AðsendHvorki Viðreisn né Björt framtíð næðu manni inn á þing ef marka má niðurstöður könnunarinnar sem gerð var dagana 18. til 21. júlí. Fylgi Viðreisnar mældist þá 4,7 prósent. Báðir flokkarnir hafa tapað fylgi frá síðustu könnun í júní. Þrátt fyrir dalandi fylgi flokkanna stóð stuðningur fólks við ríkisstjórnina í stað á milli mánaða, en 34,1 prósent aðspurðra sagðist styðja ríkisstjórnina. „Við erum rétt að byrja. Það er stutt liðið á kjörtímabilið og við eigum enn þá eftir að sýna okkur og sanna,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar. „Það eru mörg brýn verkefni fram undan sem við munum leggja alla okkar krafta í að takast á við og leysa vel og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að fá fjölda tækifæra til að sanna okkur á komandi mánuðum og næstu árum,“ segir Jóna. „Athygli vakti að Flokkur fólksins bætti hlutfallslega mest við sig á milli kannana, eða rúmum þremur prósentustigum. Flokkurinn fengi 6,1 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú og næði því inn á þing. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Anton BrinkInga Sæland, formaður flokksins, segist hins vegar ekki vera farin að máta sig við þingmannsstólinn. Næsta verkefni sé sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, en Inga hyggst bjóða sig fram í oddvitasæti í höfuðborginni. „Ég er orðlaus. Það er allt þess virði að halda áfram að berjast,“ segir Inga um niðurstöður könnunarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins. Fylgi flokksins var 29,3 prósent í júlí. Nokkuð dró úr fylgi Vinstri grænna, sem mælist nú 20,4 prósent. Fylgi Pírata stóð í stað í 13,3 prósentum. Samfylkingin bætti hins vegar við sig fylgi og fór úr 9,1 prósenti í 10,6 prósent.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17 Fylgi Flokks fólksins hefur aldrei mælst jafn hátt Flokkurinn mældist með 6,1 prósenta fylgi í siðustu könnun MMR. 25. júlí 2017 11:46 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
„Það eru alltaf vonbrigði þegar tölurnar eru lágar alveg eins og það er jafn gaman þegar þær eru háar. Þetta sveiflast mikið hjá okkur,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, um niðurstöður nýrrar könnunar MMR, en samkvæmt henni mælist Björt framtíð með 2,4 prósenta fylgi. „Það eina sem stjórnmálamenn geta gert að mínu mati er að tala minna og gera meira. Það er mitt mottó, það er bara þannig að það er ekki það sem maður segir heldur það sem maður gerir sem að mínu mati skilgreinir hvort stjórnmálamenn séu góðir í sínu starfi. Björt framtíð mun að loknu þessu kjörtímabili leggja verk sín í dóm kjósenda,“ segir Björt.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.Mynd/AðsendHvorki Viðreisn né Björt framtíð næðu manni inn á þing ef marka má niðurstöður könnunarinnar sem gerð var dagana 18. til 21. júlí. Fylgi Viðreisnar mældist þá 4,7 prósent. Báðir flokkarnir hafa tapað fylgi frá síðustu könnun í júní. Þrátt fyrir dalandi fylgi flokkanna stóð stuðningur fólks við ríkisstjórnina í stað á milli mánaða, en 34,1 prósent aðspurðra sagðist styðja ríkisstjórnina. „Við erum rétt að byrja. Það er stutt liðið á kjörtímabilið og við eigum enn þá eftir að sýna okkur og sanna,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar. „Það eru mörg brýn verkefni fram undan sem við munum leggja alla okkar krafta í að takast á við og leysa vel og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að fá fjölda tækifæra til að sanna okkur á komandi mánuðum og næstu árum,“ segir Jóna. „Athygli vakti að Flokkur fólksins bætti hlutfallslega mest við sig á milli kannana, eða rúmum þremur prósentustigum. Flokkurinn fengi 6,1 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú og næði því inn á þing. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Anton BrinkInga Sæland, formaður flokksins, segist hins vegar ekki vera farin að máta sig við þingmannsstólinn. Næsta verkefni sé sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, en Inga hyggst bjóða sig fram í oddvitasæti í höfuðborginni. „Ég er orðlaus. Það er allt þess virði að halda áfram að berjast,“ segir Inga um niðurstöður könnunarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins. Fylgi flokksins var 29,3 prósent í júlí. Nokkuð dró úr fylgi Vinstri grænna, sem mælist nú 20,4 prósent. Fylgi Pírata stóð í stað í 13,3 prósentum. Samfylkingin bætti hins vegar við sig fylgi og fór úr 9,1 prósenti í 10,6 prósent.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17 Fylgi Flokks fólksins hefur aldrei mælst jafn hátt Flokkurinn mældist með 6,1 prósenta fylgi í siðustu könnun MMR. 25. júlí 2017 11:46 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Inga Sæland oddviti Flokks fólksins í næstu borgarstjórnarkosningum Inga segir óréttlætið blasa við mörgum og sú sé ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins nýtur svo mikils fylgis í nýrri könnun. 25. júlí 2017 15:17
Fylgi Flokks fólksins hefur aldrei mælst jafn hátt Flokkurinn mældist með 6,1 prósenta fylgi í siðustu könnun MMR. 25. júlí 2017 11:46