Enski boltinn

Gylfi æfði á ný með liðsfélögum sínum í dag| Koeman ekki viss um hvort að það komi annað tilboð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Swansea City.
Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Swansea City. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson hefur hafið aftur æfingar með aðalliði Swansea City en Wales Online segir frá þátttöku íslenska landsliðsmannsins á æfingu velska liðsins í dag.

Gylfi fór ekki með Swansea liðinu í æfingaferð til Bandaríkjanna en mikið óvissa hefur verið í kringum framtíð hans í Wales þar sem  Everton og Leicester City hafa bæði gert Swansea tilboð í miðjumanninn án árangurs.

Swansea hefur hafnað báðum þessum risatilboðum í Gylfa og blaðamaður Wales Online segir að Gylfi hafi tekið fullan þátt í æfingu liðsins skömmu eftir að Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, viðurkenndi að hann vissi ekki hvort Everton myndi gera nýtt tilboð í Gylfa.

Leicester bauð 40 milljónir punda en Everton bauð 40 milljónir punda plús aðrar fimm milljónir punda í árangurstengdum greiðslum. Sawnsea hafnaði þeim báðum strax en félagið vill fá að minnsta kosti 50 milljónir punda fyrir Gylfa.

Gylfi treysti sér ekki til að fara með í æfingaferðina til Bandaríkjanna undir óvissunni um hvort hann yrði seldur eða ekki en íslenski landsliðsmaðurinn æfði þess í stað með 23 ára liði félagsins.

Það að Gylfi sé byrjaður að æfa á ný með aðalliðinu, til viðbótar við fréttir af því að Everton sé búið að gefa upp vonina um að kaupa hann, bendir til þess að Gylfi spili áfram með velska félaginu á komandi tímabili.


Tengdar fréttir

Stór dagur fyrir Gylfa í dag

Aðallið Swansea mætir aftur til æfinga í heimabyggð í dag og þar verða mál Gylfa Þórs Sigurðssonar í brennidepli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×