Byggingarfulltrúi Reykjavíkur ósáttur við gagnrýni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2017 19:30 Byggingarfulltrúi Reykjavíkur vísar á bug gagnrýni formanns Samtaka iðnaðarins, verktaka og arkitekta um að þjónusta embættisins sé slök og tefji fyrir framkvæmdum. Honum finnst óvægið að ráðist sé svona að starfsmönnum embættisins sem þurfi að vinna eftir lögum og reglum sem settar eru. Formaður Samtaka iðnaðarins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að flækjustig í afreiðslu umsókna til sveitarfélaga og ríkisins vegna framkvæmda hafa aukist mikið á síðustu mánuðum og sé sínu verst í Reykjavík en svipaða sögu sé að segja af öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafulltrúinn í Reykjavík er ósáttur við þessa gagnrýni. „Í þessu viðtali sem þú vísar til að þar er talað um að það sé mjög mikið af kvörtunum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þannig að kannski væri rétt að líta í eigin rann og sjá hvers kyns kvartanir þetta eru,“ segir Nikulás Úlfur Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur. Nikulás segir það hag embættisins að afgreiða umsóknir, til dæmis vegna byggingarleyfa, hratt og vel en mörg embætti koma að afgreiðslu umsókna. „Öll eru þessi embætti að vinna samkvæmt lögum og reglum sem þeim ber að framfylgja og þau fara yfir teikningar sem hingað berast og gera við það athugasemdir ef að þurfa þykir,“ segir Nikulás. Nikulás segir mikla þenslu í framkvæmdum í Reykjavík og mikið að umsóknum hafi borist að undanförnu. „Okkur hefur fundist upp á síðkastið að gæði gagna sem hingað berast eru að minnka,“ segir Nikulás. Á síðustu tveimur árum hefur Byggingafulltrúinn í Reykjavík afgreitt næst flestar umsóknir vegna íbúða síðan 1972. Nikulás segir að eðlilegur afgreiðslutími umsókna, séu gögn í lagi, sé tvær til þrjár vikur. Hann segir ýmislegt geta valdið því a afgreiðsla umsókna tefjist. „Það er alls ekki vegna þess að við séum að liggja á hlutum eða með einhver geðþótta og viljum hanga hérna á málum. Það er ekki þannig,“ segir Nikulás. Formaður Samtaka iðnaðarins óskaði í maí eftir fundi með borgarstjóra vegna málsins en vegna sumarleyfa og annarra verkefna fengu samtökin ekki úthlutaðan fundartíma fyrr en í byrjun ágúst tæpum þremur mánuðum síðar. Nikulás vísar á bug gagnrýni á afgreiðsluhraða embættisins. „Mér finnst þetta órökstutt. Það væri gaman að fá viðtal við þetta fólk. Það yrði farsælla að það kæmi hingað og talaði við mig heldur en að fara með svona hluti í fjölmiðla,“ segir Nikulás. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Byggingarfulltrúi Reykjavíkur vísar á bug gagnrýni formanns Samtaka iðnaðarins, verktaka og arkitekta um að þjónusta embættisins sé slök og tefji fyrir framkvæmdum. Honum finnst óvægið að ráðist sé svona að starfsmönnum embættisins sem þurfi að vinna eftir lögum og reglum sem settar eru. Formaður Samtaka iðnaðarins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að flækjustig í afreiðslu umsókna til sveitarfélaga og ríkisins vegna framkvæmda hafa aukist mikið á síðustu mánuðum og sé sínu verst í Reykjavík en svipaða sögu sé að segja af öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafulltrúinn í Reykjavík er ósáttur við þessa gagnrýni. „Í þessu viðtali sem þú vísar til að þar er talað um að það sé mjög mikið af kvörtunum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þannig að kannski væri rétt að líta í eigin rann og sjá hvers kyns kvartanir þetta eru,“ segir Nikulás Úlfur Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur. Nikulás segir það hag embættisins að afgreiða umsóknir, til dæmis vegna byggingarleyfa, hratt og vel en mörg embætti koma að afgreiðslu umsókna. „Öll eru þessi embætti að vinna samkvæmt lögum og reglum sem þeim ber að framfylgja og þau fara yfir teikningar sem hingað berast og gera við það athugasemdir ef að þurfa þykir,“ segir Nikulás. Nikulás segir mikla þenslu í framkvæmdum í Reykjavík og mikið að umsóknum hafi borist að undanförnu. „Okkur hefur fundist upp á síðkastið að gæði gagna sem hingað berast eru að minnka,“ segir Nikulás. Á síðustu tveimur árum hefur Byggingafulltrúinn í Reykjavík afgreitt næst flestar umsóknir vegna íbúða síðan 1972. Nikulás segir að eðlilegur afgreiðslutími umsókna, séu gögn í lagi, sé tvær til þrjár vikur. Hann segir ýmislegt geta valdið því a afgreiðsla umsókna tefjist. „Það er alls ekki vegna þess að við séum að liggja á hlutum eða með einhver geðþótta og viljum hanga hérna á málum. Það er ekki þannig,“ segir Nikulás. Formaður Samtaka iðnaðarins óskaði í maí eftir fundi með borgarstjóra vegna málsins en vegna sumarleyfa og annarra verkefna fengu samtökin ekki úthlutaðan fundartíma fyrr en í byrjun ágúst tæpum þremur mánuðum síðar. Nikulás vísar á bug gagnrýni á afgreiðsluhraða embættisins. „Mér finnst þetta órökstutt. Það væri gaman að fá viðtal við þetta fólk. Það yrði farsælla að það kæmi hingað og talaði við mig heldur en að fara með svona hluti í fjölmiðla,“ segir Nikulás.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira