Erlent

Tilkynnt um tvær skotárásir í Ósló

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregla útilokar ekki að árásirnar séu tengdar. Mynd tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Lögregla útilokar ekki að árásirnar séu tengdar. Mynd tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/AFP
Einn hefur verið sendur alvarlega slasaður á sjúkrahús eftir skotárás í Etterstad-hverfi í Osló. Klukkutíma fyrr hafði skotum verið hleypt af í Majorstuen-hverfi í borginni.

Lögregla útilokar ekki að árásirnar séu tengdar að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Tilkynning um seinni árásina, sem var gerð við Etterstad, barst rétt fyrir hálf tíu að staðartíma.

Einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar við Etterstad en sá hefur nú stöðu grunaðs í málinu. Manneskjan sem skotinn var við Etterstad er alvarlega særð en engar upplýsingar hafa enn fengist um hana.

Fyrri árásin, sem gerð var í Majorstuen-hverfi, átti sér stað um klukkutíma fyrr en tilkynnt var um hana korter yfir átta að staðartíma í morgun. Einn var fluttur á Ullevål-sjúkrahúsið en hann er ekki talinn jafnalvarlega slasaður og hitt fórnarlambið. Majorstuen-árásin er talin hafa verið gerð innandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×