Sport

Hægt að kaupa miða á 15 milljónir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Floyd Mayweather og Conor McGregor mætast í bardaga þann 26. ágúst.
Floyd Mayweather og Conor McGregor mætast í bardaga þann 26. ágúst. Vísir/getty
Miðasala á bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor hófst á mánudag en bardaginn fer fram í Las Vegas þann 26. ágúst.

Miðar eru nú þegar komnir í endursölu hjá þekktum söluaðilum í Bandaríkjunum og er svimandi hátt verð sett á þá.

Samkvæmt frétt BBC eru dýrustu miðarnir á heimasíðu StubHub á 150 þúsund dollara eða 15 milljónir króna. Aðrar síður bjóða miða til sölu á 10 milljónir króna.

Ódýrustu miðarnir á StubHub voru á tæpa 200 þúsund krónur. Hafa því ódýrustu miðarnir fjórfaldast í verði því þeir kostuðu 50 þúsund þegar miðasala hófst á mánudag.

Áhuginn á bardaganum er mikill og seldust miðarnir upp á skömmum tíma á mánudag.

Mayweather, sem er fertugur, var búinn að leggja hanskana á hilluna eftir glæstan feril þar sem hann tapaði aldrei bardaga. Hann mætir nú UFC-stjörnunni Conor McGregor, sem hefur aldrei áður barist sem atvinnumaður í hnefaleikum.

Báðir munu hagnast verulega á bardaganum en í svari StubHub til BBC sagði að meðalverð á miðum á bardagann sé 2500 dollarar, jafnvirði 258 þúsund króna.

Box

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×