Enski boltinn

Öruggur sigur Liverpool á Herthu Berlin

Elías Orri Njarðarson skrifar
Solanke að taka í spaðann á Emre Can í leiknum í dag
Solanke að taka í spaðann á Emre Can í leiknum í dag visir/getty
Liverpool vann góðan 3-0 sigur á Herthu Berlín í dag.

Dominic Solanke, byrjaði óvænt leikinn hjá Liverpool eftir að Divock Origi var tekinn úr byrjunarliðinu vegna meiðsla

Solanke nýtti tækifærið vel en hann kom Liverpool yfir eftir 15. mínútna leik.

Eftir 38. mínútna leik skoraði svo Georginio Wijnaldum annað mark liðsins og Liverpool komið með góða forystu.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleiknum.

Mohamed Salah kom inn á í hálfleik ásamt Jordan Henderson og fleirum en Salah var ekki lengi að láta af sér kveða. Hann skoraði þriðja mark Liverpool á 62. mínútu.

Bæði lið fengu nóg af færum til þess að skora en þau náðu ekki að nýta þau. Fleiri mörk voru því ekki skoruð og góður 3-0 sigur hjá lærisveinum Jurgens Klopp á Herthu Berlin í höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×