Golf

Ólafía: Aðalmálið að halda skorinu nálægt pari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn.
Ólafía Þórunn. Vísir/Getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var sátt við spilamennskuna á opna skoska meistaramótinu í dag en hún spilaði á pari vallarins við afar krefjandi aðstæður.

Ólafía var í sjötta sæti þegar keppni hófst í dag og endaði í 6.-8. sæti í lok dags. Hún lék á einu höggi yfir pari í dag og er samtals á pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana, sex höggum á eftir fremsta kylfingi.

„Ég er bara ánægð með ahafa haldið skorinu nálægt pari, það var aðalmálið,“ sagði Ólafía stuttu eftir að hún lauk leik í dag. Það var mikil rigning á vellinum í dag og kröftugur vindur eins og hina dagana.

Hún verður því í toppbaráttu þegar keppni hefst á morgun og í dauðafæri að koma sér ofar á peningalista LPGA-mótaraðarinnar, sem hefur mikla þýðingu fyrir hana.

„Ég vona að ég spili svipað golf og ég hef gert hingað til - verði bara þolinmóð og reyni að eiga við vindinn þannig,“ sagði Ólafía.

Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 14.00 á Golfstöðinni á morgun.


Tengdar fréttir

Ólafía spilaði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja hringinn sinn á einu höggi yfir pari, á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fór fram í North Ayrshire í Skotlandi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×