Körfubolti

Varnarmaður ársins á leiðinni til Íslandsmeistara Keflavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá Keflavíkurstelpum á síðasta tímabili.
Það var gaman hjá Keflavíkurstelpum á síðasta tímabili. Vísir/Andri Marinó
Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur hafa fundið sér nýjan bandarískan leikmann fyrir komandi tímabil í Domino´s deild kvenna í körfubolta.

Brittanny Dinkins, 170 sentímetra bakvörður, mun taka að sér leiðtogahlutverk hjá keflavíkurliðinu í vetur og taka við hlutverki Ariana Moorer, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Það er ljóst að það verður ekki minni áhersla sett á varnarleikinn hjá þjálfaranum Sverri Þór Sverrissyni á næsta tímabili því nýi leikmaður Keflavíkurliðsins var valin varnarmaður ársins í sinni deild í bandaríska háskólaboltanum á síðustu leiktíð.

Southern Miss skólinn er stoltur af sinni stelpur og tilkynnti um samninginn á Twitter-síðu skólans eins og sjá má hér fyrir neðan.







Brittanny Dinkins var með 18,4 stig, 4,1 frákast, 3,7 stoðsendingar og 3,1 stolinn bolta að meðaltali í leik á lokaári sínu með Southern Miss skólanum en hún hitti þar úr 36 prósent þriggja stiga skotanna og 80 prósent vítanna. Hún var bæði í úrvalsliði ársins í Conference USA deildinni sem og í varnarliði ársins.

Brittanny Dinkins er leikjahæst í sögu Southern Miss skólans (134 leikir) og í tíunda sæti yfir flest stig fyrir skólann (1479). Hún getur spilað bæði sem leikstjórnandi og skotbakvörður.

Dinkins er fædd 8. mars 1994 í Miami í Flórída en hún kom til Southern Miss frá Miami Norland Senior High School.

Hér fyrir neðan má sjá tilþrifamyndband með henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×