Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 18:11 Frá sýnatöku í fjörunni við Faxaskjól fyrir helgi. vísir/vilhelm Stjórnendur Veitna biðjast afsöknar á þeim óþægindum sem skortur á upplýsingagjöf til almennings vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaflóa hefur í haft í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum þar sem segir jafnframt að ljóst væri að Veitur hefðu mátt standa mun betur að upplýsingagjöf til almennings frá upphafi. Þá var í dag farið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf til almennings þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana en þar til komist verður fyrir bilunina munu Veitur senda tilkynningar til fjölmiðla um hvernig viðgerðinni miðar. Þá verður í framhaldinu upplýsingagjöf til almennings aukin þegar skólp fer í sjó við strendur. Ekki var tilkynnt um bilunina þegar hún kom upp því talið var að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Málið komst því ekki upp fyrr en greint var frá því í fjölmiðlum. Sú ákvörðun að greina ekki frá því að óhreinsað skólp flæddi út í sjó í marga daga hefur verið harðlega gagnrýnd en svæðið þar sem dælustöðin er er vinsælt útivistarsvæði. Í tilkynningu Veitna kemur fram að neyðarlúga dælustöðvarinnar sé enn lokuð og ekki standi til að opna hana fyrr en í fyrsta lagi síðar í vikunni þar sem verið er að undirbúa frekari aðgerðir. Enn lekur með lúgunni. „Staðfestar niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar frá 7. júlí sem birtar voru í dag eru vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni í kverkinni upp við dælustöðina austan megin. Austar við Ægissíðu reyndust sýnin undir viðmiðunarmörkum sem og vestan megin við dælustöðina,“ segir í tilkynningunni þar sem opnun neyðarlúgunnar síðasta mánuðinn eða svo er einnig rakin: „Yfirlit yfir opnun neyðarlúgu í Faxaskjóli 13. júní – 20. júní Neyðarloka tekin upp til viðgerðar vegna leka. Þegar lokan sett niður kemur í ljós að ekki hefur tekist að koma í veg fyrir lekann. 20. júní – 26. júní Neyðarlúgan höfð lokuð. Aðgerðir undirbúnar. 26. júní – 5. júlí Neyðarlúga opnuð á meðan stillingar og prófanir fara fram. Ekki tekst að láta hana virka sem skildi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 5. júlí – Neyðarlúgu lokað. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi. Neyðarlúga hefur því verið opin í samtals um 17 daga frá 13. júní.“ Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Stjórnendur Veitna biðjast afsöknar á þeim óþægindum sem skortur á upplýsingagjöf til almennings vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaflóa hefur í haft í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum þar sem segir jafnframt að ljóst væri að Veitur hefðu mátt standa mun betur að upplýsingagjöf til almennings frá upphafi. Þá var í dag farið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf til almennings þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana en þar til komist verður fyrir bilunina munu Veitur senda tilkynningar til fjölmiðla um hvernig viðgerðinni miðar. Þá verður í framhaldinu upplýsingagjöf til almennings aukin þegar skólp fer í sjó við strendur. Ekki var tilkynnt um bilunina þegar hún kom upp því talið var að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Málið komst því ekki upp fyrr en greint var frá því í fjölmiðlum. Sú ákvörðun að greina ekki frá því að óhreinsað skólp flæddi út í sjó í marga daga hefur verið harðlega gagnrýnd en svæðið þar sem dælustöðin er er vinsælt útivistarsvæði. Í tilkynningu Veitna kemur fram að neyðarlúga dælustöðvarinnar sé enn lokuð og ekki standi til að opna hana fyrr en í fyrsta lagi síðar í vikunni þar sem verið er að undirbúa frekari aðgerðir. Enn lekur með lúgunni. „Staðfestar niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar frá 7. júlí sem birtar voru í dag eru vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni í kverkinni upp við dælustöðina austan megin. Austar við Ægissíðu reyndust sýnin undir viðmiðunarmörkum sem og vestan megin við dælustöðina,“ segir í tilkynningunni þar sem opnun neyðarlúgunnar síðasta mánuðinn eða svo er einnig rakin: „Yfirlit yfir opnun neyðarlúgu í Faxaskjóli 13. júní – 20. júní Neyðarloka tekin upp til viðgerðar vegna leka. Þegar lokan sett niður kemur í ljós að ekki hefur tekist að koma í veg fyrir lekann. 20. júní – 26. júní Neyðarlúgan höfð lokuð. Aðgerðir undirbúnar. 26. júní – 5. júlí Neyðarlúga opnuð á meðan stillingar og prófanir fara fram. Ekki tekst að láta hana virka sem skildi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 5. júlí – Neyðarlúgu lokað. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi. Neyðarlúga hefur því verið opin í samtals um 17 daga frá 13. júní.“
Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26
Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42
Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22