Davíð vill finna Dag í fjöru Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2017 12:27 Dagur borgarstjóri fær það óþvegið frá forvera sínum í borgarstjórastóli, sem fjallar um; viðbjóðinn sem bíað hafði út strandlengjur höfuðborgarinnar vikum saman. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi borgarstjóri, segist vilja finna Dag B. Eggertsson borgarstjóra í fjöru. „Slíka menn þarf að finna í fjöru sem fyrst. Það er ekki kræsilegt en hjá því verður ekki komist,“ segir í niðurlagi leiðara Morgunblaðsins sem venju samkvæmt er nafnlaus, en ekki er úr vegi að ætla að þar haldi Davíð um penna. Leiðarinn er óvenju heiftúðugur, en hann er undir yfirskriftinni „Brugðust borgarbúum“, fjallar um bilun í hreinsibúnaði dælustöðvar í Faxaskjóli, en RUV hefur fjallað ítarlega um málið undanfarna daga. Leiðarinn hefst svo:Leiðarahöfundi Morgunblaðsins er óvenju mikið niðri fyrir í dag.„Formaður borgarráðs Reykjavíkur tjáði sig seint og illa um viðbjóðinn sem bíað hafði út strandlengjur höfuðborgarinnar vikum saman, án þess að fólkið, borgarbúarnir, væri látið vita og gæti gætt sín og barna sinna. Fjöldi starfsmanna borgarinnar á veitusviði og heilbrigðissviði vissi um vandræðin og um ógnina sem af þeim stafaði.“ Davíð, sem býr í Skerjafirði, við hafið og var borgarstjóri í Reykjavík 1982–1991, vandar borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Sérstaklega fær borgarstjóri að kenna á skömmum Davíðs, sem segir að hvergi hafi náðst í hann sem „er þó endranær fjölmiðlaglaðasti maður landsins.“ Leiðarahöfundur segir núverandi borgaryfirvöld halda að borgin snúi um þá sjálfa en borgin eigi að gæta þess umfram annað að veita borgarbúum þjónustu með hagkvæmum hætti. Tryggja hreinlæti og snyrtimennsku, öryggi og framtíð. En það takist ekki þegar stór hluti fjármuna sem úr er að spila hverfi í óráðsíu „og æðstu menn borgarinnar hafa ekki áhuga á öðru en gervivandamálum sem snerta ekki borgarbúa beint. Hneykslið, sem borgarbúar hafa þurft að horfa upp á og fundið fnykinn af að undanförnu er til komið vegna þess að yfirvöldin í borginni þekkja hvorki verkefni sitt né vitjunartíma og myndu ekki valda því, þótt hin einfalda mynd rynni upp fyrir þeim.“ Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi borgarstjóri, segist vilja finna Dag B. Eggertsson borgarstjóra í fjöru. „Slíka menn þarf að finna í fjöru sem fyrst. Það er ekki kræsilegt en hjá því verður ekki komist,“ segir í niðurlagi leiðara Morgunblaðsins sem venju samkvæmt er nafnlaus, en ekki er úr vegi að ætla að þar haldi Davíð um penna. Leiðarinn er óvenju heiftúðugur, en hann er undir yfirskriftinni „Brugðust borgarbúum“, fjallar um bilun í hreinsibúnaði dælustöðvar í Faxaskjóli, en RUV hefur fjallað ítarlega um málið undanfarna daga. Leiðarinn hefst svo:Leiðarahöfundi Morgunblaðsins er óvenju mikið niðri fyrir í dag.„Formaður borgarráðs Reykjavíkur tjáði sig seint og illa um viðbjóðinn sem bíað hafði út strandlengjur höfuðborgarinnar vikum saman, án þess að fólkið, borgarbúarnir, væri látið vita og gæti gætt sín og barna sinna. Fjöldi starfsmanna borgarinnar á veitusviði og heilbrigðissviði vissi um vandræðin og um ógnina sem af þeim stafaði.“ Davíð, sem býr í Skerjafirði, við hafið og var borgarstjóri í Reykjavík 1982–1991, vandar borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Sérstaklega fær borgarstjóri að kenna á skömmum Davíðs, sem segir að hvergi hafi náðst í hann sem „er þó endranær fjölmiðlaglaðasti maður landsins.“ Leiðarahöfundur segir núverandi borgaryfirvöld halda að borgin snúi um þá sjálfa en borgin eigi að gæta þess umfram annað að veita borgarbúum þjónustu með hagkvæmum hætti. Tryggja hreinlæti og snyrtimennsku, öryggi og framtíð. En það takist ekki þegar stór hluti fjármuna sem úr er að spila hverfi í óráðsíu „og æðstu menn borgarinnar hafa ekki áhuga á öðru en gervivandamálum sem snerta ekki borgarbúa beint. Hneykslið, sem borgarbúar hafa þurft að horfa upp á og fundið fnykinn af að undanförnu er til komið vegna þess að yfirvöldin í borginni þekkja hvorki verkefni sitt né vitjunartíma og myndu ekki valda því, þótt hin einfalda mynd rynni upp fyrir þeim.“
Tengdar fréttir Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56 Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Óhreinsað skólp flæðir út í sjó við Faxaskjól Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. 6. júlí 2017 07:56
Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Farið hefur verið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana. 10. júlí 2017 18:11
Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22