Viðskipti innlent

Aron Einar eignast 10% hlut í Bjórböðunum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Aron Einar Gunnarsson er orðinn nýr hluthafi í Bjórböðunum.
Aron Einar Gunnarsson er orðinn nýr hluthafi í Bjórböðunum. Mynd/Bjórböðin
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur eignast 10 prósent hlut í Bjórböðunum. Bjórböðin voru opnuð í júní og eru rekin við hlið bruggsmiðjunnar Kalda Árskógssandi. Þar er einnig rekinn veitingastaður.

Við innkomu Arons Einars er skipting hluthafa eftirfarandi: Agnes Anna Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson 22,24 prósent, Sigurður Bragi Ólafsson og Ragnheiður Guðjónsdóttir 14,82 prósent, Bruggsmiðja Kaldi 25,33 prósent, Birgir Guðmundsson 23,29 prósent, Þórarinn Kristjánsson 2,65 prósent, og Sigurður Konráðsson 1,67 prósent.

Myndband um Bjórböðin sem Business Insider setti inná sína Facebook síðu fyrir 7 dögum hefur hlotið miklar vinsældir en tæplega 22 milljónir hafa horft á það. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×