Enski boltinn

Hollywood-stjörnurnar hittu United-menn | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
United-liðið á æfingu.
United-liðið á æfingu. vísir/getty
Manchester United er nú við æfingar í Los Angeles í Bandaríkjunum en liðið undirbýr sig af kappi fyrir komandi tímabil.

Það hefur verið nóg að gera hjá United-mönnum, bæði á æfingavellinum og utan hans.

Óskarsverðlaunahafinn Julia Roberts kíkti við og fylgdist með æfingu United. Roberts er greinilega stuðningsmaður enska liðsins en hún mætti á leik þess og West Ham á Old Trafford síðasta haust.

Á hótelinu mætti svo Bojan Djordic, fyrrverandi leikmaður United og starfsmaður MUTV, sjálfan Dwayne Johnson, The Rock.

Þá hitti NBA-meistarinn Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, José Mourinho, knattspyrnustjóra United, og þeir skiptust á treyjum.

José Mourinho og Draymond Green skiptust á treyjum.vísir/getty

Tengdar fréttir

Peningarnir streyma inn í enska boltann sem aldrei fyrr

Enska úrvalsdeildin er alltaf að græða meiri og meiri pening og um leið setja ensku liðin ný gróðamet á hverju ári en þetta kemur fram í nýjustu samantekt Deloitte á tekjum liða í vinsælustu fótboltadeild í heimi.

Sjáðu Pogba taka viðtal við Lukaku | Myndband

Romelu Lukaku var kynntur sem nýr leikmaður Manchester United í dag. Félagið borgaði Everton 75 milljónir punda fyrir Belgann sem skrifaði undir fimm ára samning við United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×