Lífið

Þegar Salvador Dali fór í „Hver er maðurinn?“ og svaraði alltaf já

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Salvador Dali fæddist í spænska bænum Figueres árið 1904. Hann lést á sama stað árið 1989.
Salvador Dali fæddist í spænska bænum Figueres árið 1904. Hann lést á sama stað árið 1989.
Á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar var sjónvarpsþátturinn What’s My Line afar vinsæll í bandarísku sjónvarpi. Þar reyndi frægt fólk að giska á það við hvað almennir borgarar, sem sömuleiðis voru gestir í þættinum, störfuðu.

Endrum og sinnum var bundið fyrir augu fræga fólksins því gesturinn var sömuleiðis frægur. Í þeim tilfellum átti að komast að því hver viðkomandi gestur væri, eins og í leiknum „Hver er maðurinn?“ sem flestir Íslendingar kannast vel við.

Huldumaðurinn má aðeins svara spurningum með já eða nei. Þeir sem giska mega fá neikvætt svar við spurningu sinni ákveðið mörgu sinnum áður en þeir þurfa að giska á hver huldumaðurinn er. Í tilfelli What’s My Line mátti fá tíu nei.

Að neðan má sjá þegar spænski listmálarinn mætti í þáttinn. Dali svaraði svo til öllum spurningunum játandi og var þátturinn afar skemmtilegur. Stundum þurfti þáttastjórnandinn að grípa inn í og leiðrétta Dali eins og sjá má í þættinum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×