Enski boltinn

Sjáðu markið: Rooney skoraði í fyrsta leiknum fyrir Everton í 13 ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rooney lék sinn fyrsta leik fyrir Everton í 13 ár í dag.
Rooney lék sinn fyrsta leik fyrir Everton í 13 ár í dag. vísir/getty
Wayne Rooney skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Everton í 13 ár.

Rooney gekk í raðir Everton frá Manchester United um síðustu helgi og lék sinn fyrsta leik með Bítlaborgarliðinu þegar það vann Gor Mahia frá Kenýu, 1-2, í æfingaleik í Tansaníu í dag. Þetta var fyrsti leikur Everton á undirbúningstímabilinu.

Rooney var í byrjunarliði Everton og þegar 34 mínútur voru liðnar af leiknum kom hann sínum mönnum yfir með skoti af löngu færi.

Glæsilegt mark og ekki ósvipað markinu sem Rooney skoraði gegn Arsenal 19. október 2002, þá aðeins 16 ára gamall. Það var hans fyrsta mark fyrir Everton og skaut honum upp á stjörnuhimininn.

Jacques Tuyisenge jafnaði metin fyrir Gor Mahia á 38. mínútu en Kieran Dowell skoraði sigurmark Everton átta mínútum fyrir leikslok.

Næsti leikur Everton er gegn Twente á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir

Peningarnir streyma inn í enska boltann sem aldrei fyrr

Enska úrvalsdeildin er alltaf að græða meiri og meiri pening og um leið setja ensku liðin ný gróðamet á hverju ári en þetta kemur fram í nýjustu samantekt Deloitte á tekjum liða í vinsælustu fótboltadeild í heimi.

Rooney orðinn leikmaður Everton

Enska úrvalsdeildarliðið Everton hefur staðfest félagaskipti Wayne Rooney til liðsins frá Manchester United

Wayne Rooney: Ég er ekki kominn á elliheimilið

Wayne Rooney hefur yfirgefið Manchester United og snúið til baka til uppeldisfélagsins síns Everton en nú velta margir því fyrir sér hvort að kappinn eigi eitthvað eftir á tanknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×