Innlent

Ofurjeppar og rútur útlæg úr miðborginni

Benedikt Bóas skrifar
Stjórnarmaður í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, hefur gagnrýnt ákvörðunina. Út sumarið munu svona bílar ekki sjást í miðborginni. Íbúar fagna og telja jafnvel ekki nógu langt gengið.  Fréttablaðið/Eyþór
Stjórnarmaður í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, hefur gagnrýnt ákvörðunina. Út sumarið munu svona bílar ekki sjást í miðborginni. Íbúar fagna og telja jafnvel ekki nógu langt gengið. Fréttablaðið/Eyþór
Akstursbann hópbifreiða og breyttra fjallabíla tók gildi í dag. Um 90 athugasemdir bárust þegar tillagan var lögð fram í byrjun árs og voru langflestir á því að ekki væri nógu langt gengið.



Hverfisráð Hlíða hefur þannig óskað eftir að þegar ákvörðunin um akstursbannið kemur til endurskoðunar í haust verði skoðað að fara í sams konar fyrirkomulag um rútu­bann inn í hverfi í Hlíðum, Holtum og Norðurmýri og að skoðað verði að koma upp sleppistæðum á völdum stöðum.



Margrét M. Norðdahl, formaður hverfisráðsins, segir að ferðamönnum hafi fylgt margt jákvætt en hún hefur áhyggjur af vaxandi umferð. „Ferðamannastraumurinn er byrjaður að teygja sig inn í hverfið okkar og honum hefur fylgt margt jákvætt eins og uppbygging á verslun og þjónustu en um leið er mikil aukning á umferð. Við í hverfisráðinu viljum að það verði kannað að koma upp fleiri sleppi­stæðum en í þeim radíus sem er búið að leggja upp með.“



Þverpólitísk samstaða var um ákvörðunina og var unnið með samtökum ferðaþjónustunnar að henni. Alls eru þrettán sleppistæði í miðborginni og mega rútur vera að hámarki fimm mínútur á þeim. Er markmiðið með stæðunum að vernda íbúabyggð fyrir óþarfa umferð en um leið auka þjónustu við rútufyrirtækin og gististaði innan þeirra svæða þar sem takmarkanir eru á akstri stórra bíla.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×