Fótbolti

Stelpurnar æfðu í fyrsta sinn í Ermelo | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var glöð og kát á æfingu í dag.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var glöð og kát á æfingu í dag. vísir/tom
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta æfðu í fyrsta sinn í Ermelo í morgun klukkan 11.00 að staðartíma, aðeins tólf tímum eftir að þær komu upp á hótelið sitt í sama bæ í gærkvöldi.

Hitinn var mikill í dag en stelpurnar voru látnar hafa fyrir því. Styrktarþjálfari liðsins lét þær spretta og svitna í sólinni en íslenska liðið er í mjög góðu standi og klárt í stóru stundina gegn Frakklandi á þriðjudaginn.

Freyr Alexandersson var léttur og kátur í dag og skammaði stelpurnar fyrir hurðaskelli á hótelinu í gærkvöldi en ræða hans fyrir æfinguna vakti upp mikinn hlátur hjá stelpunum sem voru virkilega léttar á því og spenntar fyrir komandi verkefni.

Vísir var á æfingunni í dag og náði þessum myndum sem sjá má hér fyrir neðan.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

Freyr Alexandersson fór yfir hurðarskelli á hótelinu fyrir æfingu.vísir/tom
Hólmfríður Magnúsdóttir teygði með teygju.vísir/tom
Hallbera raulaði lag og reimaði skóna.vísir/tom
Fanndís lærði að skrifa á bolla.vísir/tom
Harpa rúllaði sér en Málfríður reimaði skóna.vísir/tom
Leiknismennirnir Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson reyndu fyrir sér í frisbí.vísir/tom
Sjúkraþjálfarinn Ásta Árnadóttir er fyrrverandi landsliðskona.vísir/tom
Sigríður Lára skemmti sér svo vel að hún hló á meðan sprettirnir voru í gangi.vísir/tom

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×