Fótbolti

Bein útsending: Íslendingafjör á tónleikum í Tilburg

Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar
Frá vinstri; Olga Færseth, Pálína Bragadóttir, Ásthildur Helgadóttir, Erla Hendriksdóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir eru mættar til að styðja stelpurnar okkar í Hollandi.
Frá vinstri; Olga Færseth, Pálína Bragadóttir, Ásthildur Helgadóttir, Erla Hendriksdóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir eru mættar til að styðja stelpurnar okkar í Hollandi. Vísir/Vilhelm
Vísir er með beina útsendingu frá Pieter Vreedeplein torginu í Tilburg þar sem svokallað „Fan Zone“ er staðsett.

Þar koma stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins saman og hita upp fyrir leikinn gegn Frökkum á Koning Willem II vellinum í Tilburg í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

Boðið verður upp á hoppukastala fyrir börnin, mat og drykk og skemmtiatriði. Glowie, Amabadama og Emmsjé Gauti stíga m.a. á stokk og skemmta viðstöddum.

Uppfært klukkan 16:40

Upptökuna frá beinu útsendingunni má sjá í spilaranum hér að neðan.





Glowie, Emmsjé Gauti og Amabadama eru meðal þeirra íslensku listamanna sem halda uppi fjörinu fyrir leikinn.Vísir/Tómas Þór
Fjöldi Íslendinga er mættur út til Hollands.Vísir/Tómas Þór

Tengdar fréttir

Annað tækifæri til að heilla

Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Hollandi í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik í Tilburg.

Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar

Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, talaði um litlu úrslitaleikina sem bíða liðsins á næstu átta dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×