Erlent

Ljón drap stúlku er hún gekk örna sinna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sambúð ljóna og mannfólks í Zimbabwe er oft og tíðum erfið.
Sambúð ljóna og mannfólks í Zimbabwe er oft og tíðum erfið. Vísir/AFP
Ljón drap 10 ára stúlku í Afríkuríkinu Zimbabwe aðfararnótt sunnudags. Stúlkan hafði vikið sér út til að ganga örna sinna þegar ljónið réðst á hana en lík hennar fannst skömmu síðar í nokkurri fjarlægð frá árásarstaðnum. BBC greinir frá.

Frænka stúlkunnar varð vitni að árásinni en hún sá ljónið draga stúlkuna inn í runna. Lík stúlkunnar fannst nokkru síðar í um 300 metra fjarlægð frá kofanum. Atvikið átti sér stað í þorpinu Chiredzi í Masvingo-héraði.

Sambúð dýra og mannfólks í suðausturhluta Zimbabwe er oft og tíðum erfið. Í síðasta mánuði bað höfðingi þorpsins Mwenezi, sem stendur í grennd við Chiredzi, þjóðgarðayfirvöld um aðstoð vegna ljóna sem réðust á dýr í eigu þorpsbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×