Veður

Áfram milt veður, sólarlítið og víða skúradembur

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir morgundaginn.
Spákort Veðurstofunnar fyrir morgundaginn. Vedur.is

Búist er við ágætis veðri í dag og í vikunni. Áfram verður milt veður, en sólarlítið og víða skúradembur, einkum þó innan til landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Á morgun myndast lægð á Grænlandshafi og rignir um tíma norðvestan til þegar lægðin nálgast landið.

Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðvestan 3-10 m/s, hvassast á annesjum. Skýjað með köflum og víða skúrir, einkum inn til landsins síðdegis. Suðlægari á morgun og rigning með köflum NV-til. Hiti 6 til 16 stig, mildast syðra í dag, en hlýnar fyrir norðan á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað að mestu, en víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 9 til 16 stig að deginum, hlýjast inn til landsins. 

Á miðvikudag:
Vaxandi austan- og suðaustanátt, 8-15 m/s síðdegis og rigning sunnan- og vestanlands, hvassast við ströndina, en hægari og þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Vesturlandi. 

Á fimmtudag:
Suðaustan og síðar suðvestan 5-13 m/s. Rigning, en lengst af þurrt fyrir norðan og austan. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á N-landi. 

Á föstudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt. Rigning með köflum eða skúrir og fremur milt í veðri. 

Á laugardag:
Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með rigningu.

Hugleiðingar veðurfræðings
Áfram milt veður, en sólarlítið og víða skúradembur, einkum þó inn til landsins. Á morgun myndast lægð á Grænlandshafi og rignir um tíma norðvestan til þegar lægðin nálgast landið. Seint á miðvikudag og áfram næsta dag fer myndarlegt regnsvæði yfir landið og munu líklega allir landshlutar vökna í kjölfarið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.