Sameining framhaldsskóla og útboð þjónustusamninga Ólafur Johnson skrifar 3. júlí 2017 09:45 Nokkuð er rætt um hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna þessa dagana. Hæst ber þar umræðu um sameiningu skóla. Annars vegar FÁ og Tækniskólans og hins vegar MR og Kvennó. Fleiri athyglisverð mál þarfnast skoðunar á næstunni eins og útboð á þjónustusamningum Versló, Tækniskólans, Menntaskóla Borgarfjarðar og auðvitað á nýjum þjónustusamningi Fjölbrautaskólans við Ármúla, ef færa á rekstur hans úr höndum ríkisins til einkaaðila. Lítum nánar á þessi mál hvert fyrir sig:1. Sameining FÁ og Tækniskólans. Ef til stendur að einkavæða FÁ, sem er áhugaverður kostur, verður slík einkavæðing að fara í útboð á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 sem tóku gildi í lok síðasta árs. Það ferli sem skilgreint er í lögunum útilokar með öllu að ráðherra eða ríkisstjórn geti haft það í hendi sér fyrir fram hvaða aðili tekur við rekstri skólans. Þar með er útilokað að Tækniskólinn hafi einhverja sérstöðu ef af þessu verður. Því er óraunhæft á þessu stigi að tala sérstaklega um sameiningu þessara tveggja skóla. Ef það er rétt, sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, að ráðherra hafi rætt sérstaklega við tiltekna einkaaðila um „að taka við skólanum“ án opins útboðs er það brot á þessum lögum. Í 1. grein laganna segir: „Markmið með lögum þessum er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu.“ Lögin ná til kaupa ríkisins á þjónustu yfir kr. 50 milljónum. Ekki þarf því fleiri orð um þetta atriði. Að auki er alls ekki óhugsandi að erlendir aðilar vilji koma að skólarekstrinum sem gæti orðið lyftistöng fyrir íslenskt menntakerfi.2. Sameining MR og Kvennó. Um það er lítið annað að segja en að sameining tveggja ríkisstofnana er einfalt mál sé það vilji stjórnvalda (ráðherra, ríkisstjórnar og Alþingis). Ekkert útboð þarf til. Bara einfalt samþykki þessara aðila. Auðvitað má þó búast við mótmælaöldu eins og alltaf þegar einhverju á að breyta í blessuðu menntakerfinu. Hinu verður ekki á móti mælt að þessir skólar eru um margt líkir bóknámsskólar sem höfða til svipaðs nemendahóps, þ.e. nemenda sem eru að leita þekkingar í raungreinum, tungumálum og félagsvísindum og eru á leið í nám í háskóla. Engin sérstök sérhæfing er augljós sem líkleg er til að tapast verði skólarnir sameinaðir, þótt hagsmunaaðilar beggja skóla muni vafalítið benda á ýmislegt. Verður því ekki annað séð en að sameining geti verið skynsöm ákvörðun enda einfalt að spara með því mikið fé. Útboð á rekstri þessara skóla mundi enn fremur vera líklegt til að auka nýsköpun og bæta rekstur. Það er mikilvægt.3. Þjónustusamningar ríkisins við Versló (samningur rennur út 31. desember 2017), Tækniskólann (samningur rennur út 31. maí 2018) og Menntaskóla Borgarfjarðar (samningur rennur út 31. desember 2017) renna út á næstu mánuðum. Í lögum nr. 120/2016 eru skýr ákvæði um að slíkan rekstur eigi að bjóða út. Ekki er þó óhugsandi að stjórnvöld reyni með tæknilegum brellum eða reglugerðum að forðast útboð. Slíkir tilburðir nú eru óskynsamlegir og stríða gegn lögunum. Um leið yrði fórnað tækifæri til endurskipulagningar á því skólastarfi sem þessir skólar sinna og reyndar til endurskipulagningar á íslenska framhaldsskólakerfinu öllu. Ljóst er að spennandi tímar með einstökum tækifærum eru fram undan í íslenskum framhaldsskólum. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að nýta þessi tækifæri okkur öllum til hagsbóta en þó fyrst og fremst til hagsbóta fyrir ungmenni framtíðarinnar. Að þjóna þeim hópi sem best með vönduðu og fjölbreyttu skólastarfi er auðvitað það sem þetta allt snýst um. Því mikilvæga atriði má ekki gleyma við vörslu sérhagsmuna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nokkuð er rætt um hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna þessa dagana. Hæst ber þar umræðu um sameiningu skóla. Annars vegar FÁ og Tækniskólans og hins vegar MR og Kvennó. Fleiri athyglisverð mál þarfnast skoðunar á næstunni eins og útboð á þjónustusamningum Versló, Tækniskólans, Menntaskóla Borgarfjarðar og auðvitað á nýjum þjónustusamningi Fjölbrautaskólans við Ármúla, ef færa á rekstur hans úr höndum ríkisins til einkaaðila. Lítum nánar á þessi mál hvert fyrir sig:1. Sameining FÁ og Tækniskólans. Ef til stendur að einkavæða FÁ, sem er áhugaverður kostur, verður slík einkavæðing að fara í útboð á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 sem tóku gildi í lok síðasta árs. Það ferli sem skilgreint er í lögunum útilokar með öllu að ráðherra eða ríkisstjórn geti haft það í hendi sér fyrir fram hvaða aðili tekur við rekstri skólans. Þar með er útilokað að Tækniskólinn hafi einhverja sérstöðu ef af þessu verður. Því er óraunhæft á þessu stigi að tala sérstaklega um sameiningu þessara tveggja skóla. Ef það er rétt, sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, að ráðherra hafi rætt sérstaklega við tiltekna einkaaðila um „að taka við skólanum“ án opins útboðs er það brot á þessum lögum. Í 1. grein laganna segir: „Markmið með lögum þessum er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu.“ Lögin ná til kaupa ríkisins á þjónustu yfir kr. 50 milljónum. Ekki þarf því fleiri orð um þetta atriði. Að auki er alls ekki óhugsandi að erlendir aðilar vilji koma að skólarekstrinum sem gæti orðið lyftistöng fyrir íslenskt menntakerfi.2. Sameining MR og Kvennó. Um það er lítið annað að segja en að sameining tveggja ríkisstofnana er einfalt mál sé það vilji stjórnvalda (ráðherra, ríkisstjórnar og Alþingis). Ekkert útboð þarf til. Bara einfalt samþykki þessara aðila. Auðvitað má þó búast við mótmælaöldu eins og alltaf þegar einhverju á að breyta í blessuðu menntakerfinu. Hinu verður ekki á móti mælt að þessir skólar eru um margt líkir bóknámsskólar sem höfða til svipaðs nemendahóps, þ.e. nemenda sem eru að leita þekkingar í raungreinum, tungumálum og félagsvísindum og eru á leið í nám í háskóla. Engin sérstök sérhæfing er augljós sem líkleg er til að tapast verði skólarnir sameinaðir, þótt hagsmunaaðilar beggja skóla muni vafalítið benda á ýmislegt. Verður því ekki annað séð en að sameining geti verið skynsöm ákvörðun enda einfalt að spara með því mikið fé. Útboð á rekstri þessara skóla mundi enn fremur vera líklegt til að auka nýsköpun og bæta rekstur. Það er mikilvægt.3. Þjónustusamningar ríkisins við Versló (samningur rennur út 31. desember 2017), Tækniskólann (samningur rennur út 31. maí 2018) og Menntaskóla Borgarfjarðar (samningur rennur út 31. desember 2017) renna út á næstu mánuðum. Í lögum nr. 120/2016 eru skýr ákvæði um að slíkan rekstur eigi að bjóða út. Ekki er þó óhugsandi að stjórnvöld reyni með tæknilegum brellum eða reglugerðum að forðast útboð. Slíkir tilburðir nú eru óskynsamlegir og stríða gegn lögunum. Um leið yrði fórnað tækifæri til endurskipulagningar á því skólastarfi sem þessir skólar sinna og reyndar til endurskipulagningar á íslenska framhaldsskólakerfinu öllu. Ljóst er að spennandi tímar með einstökum tækifærum eru fram undan í íslenskum framhaldsskólum. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að nýta þessi tækifæri okkur öllum til hagsbóta en þó fyrst og fremst til hagsbóta fyrir ungmenni framtíðarinnar. Að þjóna þeim hópi sem best með vönduðu og fjölbreyttu skólastarfi er auðvitað það sem þetta allt snýst um. Því mikilvæga atriði má ekki gleyma við vörslu sérhagsmuna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun