Sameining framhaldsskóla og útboð þjónustusamninga Ólafur Johnson skrifar 3. júlí 2017 09:45 Nokkuð er rætt um hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna þessa dagana. Hæst ber þar umræðu um sameiningu skóla. Annars vegar FÁ og Tækniskólans og hins vegar MR og Kvennó. Fleiri athyglisverð mál þarfnast skoðunar á næstunni eins og útboð á þjónustusamningum Versló, Tækniskólans, Menntaskóla Borgarfjarðar og auðvitað á nýjum þjónustusamningi Fjölbrautaskólans við Ármúla, ef færa á rekstur hans úr höndum ríkisins til einkaaðila. Lítum nánar á þessi mál hvert fyrir sig:1. Sameining FÁ og Tækniskólans. Ef til stendur að einkavæða FÁ, sem er áhugaverður kostur, verður slík einkavæðing að fara í útboð á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 sem tóku gildi í lok síðasta árs. Það ferli sem skilgreint er í lögunum útilokar með öllu að ráðherra eða ríkisstjórn geti haft það í hendi sér fyrir fram hvaða aðili tekur við rekstri skólans. Þar með er útilokað að Tækniskólinn hafi einhverja sérstöðu ef af þessu verður. Því er óraunhæft á þessu stigi að tala sérstaklega um sameiningu þessara tveggja skóla. Ef það er rétt, sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, að ráðherra hafi rætt sérstaklega við tiltekna einkaaðila um „að taka við skólanum“ án opins útboðs er það brot á þessum lögum. Í 1. grein laganna segir: „Markmið með lögum þessum er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu.“ Lögin ná til kaupa ríkisins á þjónustu yfir kr. 50 milljónum. Ekki þarf því fleiri orð um þetta atriði. Að auki er alls ekki óhugsandi að erlendir aðilar vilji koma að skólarekstrinum sem gæti orðið lyftistöng fyrir íslenskt menntakerfi.2. Sameining MR og Kvennó. Um það er lítið annað að segja en að sameining tveggja ríkisstofnana er einfalt mál sé það vilji stjórnvalda (ráðherra, ríkisstjórnar og Alþingis). Ekkert útboð þarf til. Bara einfalt samþykki þessara aðila. Auðvitað má þó búast við mótmælaöldu eins og alltaf þegar einhverju á að breyta í blessuðu menntakerfinu. Hinu verður ekki á móti mælt að þessir skólar eru um margt líkir bóknámsskólar sem höfða til svipaðs nemendahóps, þ.e. nemenda sem eru að leita þekkingar í raungreinum, tungumálum og félagsvísindum og eru á leið í nám í háskóla. Engin sérstök sérhæfing er augljós sem líkleg er til að tapast verði skólarnir sameinaðir, þótt hagsmunaaðilar beggja skóla muni vafalítið benda á ýmislegt. Verður því ekki annað séð en að sameining geti verið skynsöm ákvörðun enda einfalt að spara með því mikið fé. Útboð á rekstri þessara skóla mundi enn fremur vera líklegt til að auka nýsköpun og bæta rekstur. Það er mikilvægt.3. Þjónustusamningar ríkisins við Versló (samningur rennur út 31. desember 2017), Tækniskólann (samningur rennur út 31. maí 2018) og Menntaskóla Borgarfjarðar (samningur rennur út 31. desember 2017) renna út á næstu mánuðum. Í lögum nr. 120/2016 eru skýr ákvæði um að slíkan rekstur eigi að bjóða út. Ekki er þó óhugsandi að stjórnvöld reyni með tæknilegum brellum eða reglugerðum að forðast útboð. Slíkir tilburðir nú eru óskynsamlegir og stríða gegn lögunum. Um leið yrði fórnað tækifæri til endurskipulagningar á því skólastarfi sem þessir skólar sinna og reyndar til endurskipulagningar á íslenska framhaldsskólakerfinu öllu. Ljóst er að spennandi tímar með einstökum tækifærum eru fram undan í íslenskum framhaldsskólum. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að nýta þessi tækifæri okkur öllum til hagsbóta en þó fyrst og fremst til hagsbóta fyrir ungmenni framtíðarinnar. Að þjóna þeim hópi sem best með vönduðu og fjölbreyttu skólastarfi er auðvitað það sem þetta allt snýst um. Því mikilvæga atriði má ekki gleyma við vörslu sérhagsmuna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Eldfim orð Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Orkuskiptin Eyþór Arnalds Skoðun Háflug og fullveldi Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Sjá meira
Nokkuð er rætt um hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna þessa dagana. Hæst ber þar umræðu um sameiningu skóla. Annars vegar FÁ og Tækniskólans og hins vegar MR og Kvennó. Fleiri athyglisverð mál þarfnast skoðunar á næstunni eins og útboð á þjónustusamningum Versló, Tækniskólans, Menntaskóla Borgarfjarðar og auðvitað á nýjum þjónustusamningi Fjölbrautaskólans við Ármúla, ef færa á rekstur hans úr höndum ríkisins til einkaaðila. Lítum nánar á þessi mál hvert fyrir sig:1. Sameining FÁ og Tækniskólans. Ef til stendur að einkavæða FÁ, sem er áhugaverður kostur, verður slík einkavæðing að fara í útboð á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 sem tóku gildi í lok síðasta árs. Það ferli sem skilgreint er í lögunum útilokar með öllu að ráðherra eða ríkisstjórn geti haft það í hendi sér fyrir fram hvaða aðili tekur við rekstri skólans. Þar með er útilokað að Tækniskólinn hafi einhverja sérstöðu ef af þessu verður. Því er óraunhæft á þessu stigi að tala sérstaklega um sameiningu þessara tveggja skóla. Ef það er rétt, sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, að ráðherra hafi rætt sérstaklega við tiltekna einkaaðila um „að taka við skólanum“ án opins útboðs er það brot á þessum lögum. Í 1. grein laganna segir: „Markmið með lögum þessum er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu.“ Lögin ná til kaupa ríkisins á þjónustu yfir kr. 50 milljónum. Ekki þarf því fleiri orð um þetta atriði. Að auki er alls ekki óhugsandi að erlendir aðilar vilji koma að skólarekstrinum sem gæti orðið lyftistöng fyrir íslenskt menntakerfi.2. Sameining MR og Kvennó. Um það er lítið annað að segja en að sameining tveggja ríkisstofnana er einfalt mál sé það vilji stjórnvalda (ráðherra, ríkisstjórnar og Alþingis). Ekkert útboð þarf til. Bara einfalt samþykki þessara aðila. Auðvitað má þó búast við mótmælaöldu eins og alltaf þegar einhverju á að breyta í blessuðu menntakerfinu. Hinu verður ekki á móti mælt að þessir skólar eru um margt líkir bóknámsskólar sem höfða til svipaðs nemendahóps, þ.e. nemenda sem eru að leita þekkingar í raungreinum, tungumálum og félagsvísindum og eru á leið í nám í háskóla. Engin sérstök sérhæfing er augljós sem líkleg er til að tapast verði skólarnir sameinaðir, þótt hagsmunaaðilar beggja skóla muni vafalítið benda á ýmislegt. Verður því ekki annað séð en að sameining geti verið skynsöm ákvörðun enda einfalt að spara með því mikið fé. Útboð á rekstri þessara skóla mundi enn fremur vera líklegt til að auka nýsköpun og bæta rekstur. Það er mikilvægt.3. Þjónustusamningar ríkisins við Versló (samningur rennur út 31. desember 2017), Tækniskólann (samningur rennur út 31. maí 2018) og Menntaskóla Borgarfjarðar (samningur rennur út 31. desember 2017) renna út á næstu mánuðum. Í lögum nr. 120/2016 eru skýr ákvæði um að slíkan rekstur eigi að bjóða út. Ekki er þó óhugsandi að stjórnvöld reyni með tæknilegum brellum eða reglugerðum að forðast útboð. Slíkir tilburðir nú eru óskynsamlegir og stríða gegn lögunum. Um leið yrði fórnað tækifæri til endurskipulagningar á því skólastarfi sem þessir skólar sinna og reyndar til endurskipulagningar á íslenska framhaldsskólakerfinu öllu. Ljóst er að spennandi tímar með einstökum tækifærum eru fram undan í íslenskum framhaldsskólum. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að nýta þessi tækifæri okkur öllum til hagsbóta en þó fyrst og fremst til hagsbóta fyrir ungmenni framtíðarinnar. Að þjóna þeim hópi sem best með vönduðu og fjölbreyttu skólastarfi er auðvitað það sem þetta allt snýst um. Því mikilvæga atriði má ekki gleyma við vörslu sérhagsmuna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar