Körfubolti

Hörður Axel til Kasakstans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Axel í leik með Keflavík á síðasta tímabili.
Hörður Axel í leik með Keflavík á síðasta tímabili. vísir/eyþór
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við BC Astana frá Kasakstan.

Hörður Axel, sem er 28 ára, hefur farið víða á ferlinum en auk Íslands og nú Kasakstans hefur hann spilað á Spáni, Þýskalandi, Grikklandi, Tékklandi, Belgíu og Ítalíu.

Á síðasta tímabili lék Hörður Axel lengst af með Keflavík og var stoðsendingakóngur Domino's deildarinnar.

Hörður Axel hefur leikið 57 landsleiki fyrir Ísland sem er á leið á annað Evrópumótið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×