Körfubolti

Miami losar sig við Bosh en ætlar að hengja treyjuna hans upp í rjáfur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bosh fagnar í leik með Miami.
Bosh fagnar í leik með Miami. vísir/getty
NBA-liðið Miami Heat tilkynnti í gær að félagið hefði ákveðið að losa Chris Bosh undan samningi við félagið en í sárabætur verður treyjan hans hengd upp í rjáfur.

„Chris breytti lífi sínu og körfuboltaferli er hann ákvað að koma til Miami. Hann breytti líka lífi okkar til hins betra,“ sagði Pat Riley, forseti Miami.

Bosh missti af öllu síðasta tímabili vegna veikinda en hann var með blóðtappa. Læknar hafa tjáð Bosh að ferli hans sé líklega lokið vegna veikindanna.

Á sex árum hjá Miami var Bosh með 18 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik. Hann var í liði Miami sem fór í úrslitaeinvígi deildarinnar fjögur ár í röð.

„Treyja númer eitt verður aldrei aftur notuð hjá félaginu og við getum ekki beðið eftir rétta tækifærinu til þess að hengja hana upp í rjáfur,“ sagði Riley.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×