Ber forseti Íslands ábyrgð á skipun dómara við Landsrétt? Svanur Kristjánsson skrifar 6. júlí 2017 07:00 Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) sagði í nýársávarpi 1949: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum við ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“ Ísland er sem sagt lýðveldi en með stjórnarskrá sem byggir í meginatriðum á stjórnskipan konungsríkisins Danmerkur frá 1849! Við lýðveldisstofnun gáfu allir stjórnmálaflokkar landsins þjóðinni opinberlega hátíðleg loforð um að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins á grundvelli valddreifingar og lýðræðis. Í stað geðþóttavalds konungs skyldi koma skýr skipting valda og ábyrgðar á milli þjóðkjörins forseta, Alþingis og ráðherra. Loforðin hafa verið svikin. Afleiðingarnar eru fullkomin óvissa um grundvallaratriði í stjórn landsins þar sem t.d. valdhafar túlka völd sín og ábyrgð eftir geðþótta sínum og hagsmunum hverju sinni. Þannig ætlaði forsætisráðherra landsins sumarið 2004 að taka öll völd í landinu og „kanna heimild forseta til að synja um staðfestingu (fjölmiðla)laganna“. (Frétt RÚV 25. maí 2004.) Þessi áform forsætisráðherra urðu að engu vegna staðfestu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Enginn efast lengur um rétt forsetans til að vísa umdeildum lagafrumvörpum sem Alþingi hefur samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi dómsmálaráðherra hefur verið stefnt vegna skipunar dómara í Landsrétt. Í nauðvörn er gripið til splunkunýrrar túlkunar á stjórnskipun Íslands: „Dómsmálaráðherra bar ekki ábyrgð á skipun dómara í Landsrétt – ákvörðun um hverjir yrðu dómarar var Alþingis og endanlegt skipunarvald í höndum forseta Íslands. Þetta segir í greinargerð íslenska ríkisins í máli sem einn umsækjendanna um stöðu dómara höfðaði.“ (Frétt RÚV 3. júlí 2017.) Árið 2004 taldi sem sagt einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins að forseti Íslands væri með öllu valdalaus. 2017 kemur svo annar ráðherra sama flokks og telur að Ísland sé ennþá konungsríki þar sem forseti Íslands fari með skipunarvald, ráði að vild hverjir verða dómarar og hverjir ekki. Dómsmálaráðherra sé hins vegar ábyrgðarlaus á slíkum stjórnarathöfnum. Samkvæmt túlkun dómsmálaráðherra ætti kæra vegna skipunar dómara að beinast að hinum raunverulega handhafa, forseta Íslands, en ekki að valdlausa ráðherranum. Íslenska lýðveldið er vissulega í sjálfheldu. Stjórnskipan landsins er stöðugt í óvissu og uppnámi. Stjórnarskráin skilgreinir ekki völd og ábyrgð mismunandi valdhafa með skýrum hætti. Nauðsynlega stjórnarskrárfestu er ekki að finna. Æðstu ráðamenn firra sig ábyrgð á gjörðum sínum og benda hver á annan eftir geðþótta. Við þurfum nýjan Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá í samræmi við vilja 67% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. okt. 2012. Betra er seint en aldrei fyrir Alþingi að standa undir nafni sem löggjafarþing þjóðarinnar og eyða allri óvissu um stjórnarskrá og stjórnskipan landsins. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sveinn Björnsson forseti Íslands (1944-1952) sagði í nýársávarpi 1949: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum við ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld.“ Ísland er sem sagt lýðveldi en með stjórnarskrá sem byggir í meginatriðum á stjórnskipan konungsríkisins Danmerkur frá 1849! Við lýðveldisstofnun gáfu allir stjórnmálaflokkar landsins þjóðinni opinberlega hátíðleg loforð um að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins á grundvelli valddreifingar og lýðræðis. Í stað geðþóttavalds konungs skyldi koma skýr skipting valda og ábyrgðar á milli þjóðkjörins forseta, Alþingis og ráðherra. Loforðin hafa verið svikin. Afleiðingarnar eru fullkomin óvissa um grundvallaratriði í stjórn landsins þar sem t.d. valdhafar túlka völd sín og ábyrgð eftir geðþótta sínum og hagsmunum hverju sinni. Þannig ætlaði forsætisráðherra landsins sumarið 2004 að taka öll völd í landinu og „kanna heimild forseta til að synja um staðfestingu (fjölmiðla)laganna“. (Frétt RÚV 25. maí 2004.) Þessi áform forsætisráðherra urðu að engu vegna staðfestu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Enginn efast lengur um rétt forsetans til að vísa umdeildum lagafrumvörpum sem Alþingi hefur samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi dómsmálaráðherra hefur verið stefnt vegna skipunar dómara í Landsrétt. Í nauðvörn er gripið til splunkunýrrar túlkunar á stjórnskipun Íslands: „Dómsmálaráðherra bar ekki ábyrgð á skipun dómara í Landsrétt – ákvörðun um hverjir yrðu dómarar var Alþingis og endanlegt skipunarvald í höndum forseta Íslands. Þetta segir í greinargerð íslenska ríkisins í máli sem einn umsækjendanna um stöðu dómara höfðaði.“ (Frétt RÚV 3. júlí 2017.) Árið 2004 taldi sem sagt einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins að forseti Íslands væri með öllu valdalaus. 2017 kemur svo annar ráðherra sama flokks og telur að Ísland sé ennþá konungsríki þar sem forseti Íslands fari með skipunarvald, ráði að vild hverjir verða dómarar og hverjir ekki. Dómsmálaráðherra sé hins vegar ábyrgðarlaus á slíkum stjórnarathöfnum. Samkvæmt túlkun dómsmálaráðherra ætti kæra vegna skipunar dómara að beinast að hinum raunverulega handhafa, forseta Íslands, en ekki að valdlausa ráðherranum. Íslenska lýðveldið er vissulega í sjálfheldu. Stjórnskipan landsins er stöðugt í óvissu og uppnámi. Stjórnarskráin skilgreinir ekki völd og ábyrgð mismunandi valdhafa með skýrum hætti. Nauðsynlega stjórnarskrárfestu er ekki að finna. Æðstu ráðamenn firra sig ábyrgð á gjörðum sínum og benda hver á annan eftir geðþótta. Við þurfum nýjan Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá í samræmi við vilja 67% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. okt. 2012. Betra er seint en aldrei fyrir Alþingi að standa undir nafni sem löggjafarþing þjóðarinnar og eyða allri óvissu um stjórnarskrá og stjórnskipan landsins. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar