Körfubolti

Serbneski töframaðurinn tekur við leikstjórnahlutverkinu hjá LA Clippers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milos Teodosic spilaði í sex ár með CSKA Moskvu.
Milos Teodosic spilaði í sex ár með CSKA Moskvu. vísir/getty
Los Angeles Clippers er búið að finna eftirmann Chris Paul sem er farinn til Houston Rockets.

Það er serbneski leikstjórnandinn Milos Teodosic sem hefur átt frábæran feril í Evrópu.

Undanfarin sex ár hefur Teodosic leikið með CSKA Moskvu. Hann varð Evrópumeistari með rússneska liðinu 2010. Þar áður lék Teodosic með KK FMP og Borac Cacak í heimalandinu og Olympiacos í Grikklandi.

Teodosic er lykilmaður í serbneska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á HM 2014 og á Ólympíuleikunum 2016.

Þess hefur lengi verið beðið að Teodosic taki stökkið yfir í NBA-deildina en þessi skemmtilegi leikstjórnandi er nú kominn í borg englanna.

Hinn þrítugi Teodosic gerði tveggja ára samning við LA Clippers.

NBA

Tengdar fréttir

Clippers skiptir Chris Paul til Houston

Los Angeles Clippers hefur komist að samkomulagi um að skipta leikstjórnandanum Chris Paul til Houston Rockets samkvæmt heimildum Adrian Wojnarwoski hjá Yahoo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×