Enski boltinn

Bournemouth keypti Ake fyrir metfé

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nathan Ake í leik með Chelsea.
Nathan Ake í leik með Chelsea. Vísir/Getty
Nathan Ake, varnarmaðurinn sterki í liði Chelsea, er genginn í raðir Bournemouth sem sló félagsmet með kaupunum.

Ake mun samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa kostað Bournemouth 20 milljónir punda, fimm milljónum meira en félagið greiddi Liverpool fyrir Jordan Ibe.

Ake er Hollendingur sem var á láni hjá Bournemouth á síðustu leiktíð. Hann skoraði þrjú mörk í tólf leikjum áður en hann var kallaður aftur til Chelsea. Bournemouth hafði áður samið við Jermain Defoe og Asmir Begovic í sumar.

Nathan Ake er 22 ára og gekk í raðir Chelsea frá Feyenoord aðeins sextán ára. Hann var áður í láni hjá Watford og Reading en spilaði aðeins sjö leiki með aðalliði Chelsea. Hann á tvo leiki að baki með landsliði Hollands.

„Ég naut mín hér á síðasta tímabili og er mjög ánægur með að vera kominn til baka. Stuðningsmennirnir hafa enn ekki séð mínar allra bestu hliðar enn,“ sagði Ake.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×